Magnaður Farah vann enn og aftur gull Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2017 20:51 Mo Farah fagnar er hann kemur í mark í kvöld. Vísir/AFP Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017 Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira