Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. vísir/stefán „Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira