Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin flugskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast hins vegar að flugskeytin munu hitta á skotmark sitt.
Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft var eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum.
Útflutningur hefur verið bannaður á kol, járni, málmgrýti og sjávarfangi. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu.
Talið er að Norður-Kórea hagnist um 3 milljarða Bandaríkjadala ár hvert á viðskiptum við Kína en refsiaðgerðirnar minnka hagnað þeirra um að minnsta kosti einn milljarð.
Fyrr á þessu ári frestuðu kínversk yfirvöld innflutningi á kol til landsins til að beita yfirvöld í Pyongyang þrýstingi.Það hefur hingað til ekki virkað sem skyldi.
Tengdar fréttir

Eldflaugartilraunin ekki jafn vel heppnuð og Norður-Kóreumenn vilja vera láta
Suður-Kóreumenn segja að langdrægar eldflaugar nágranna sinna geti ekki komið kjarnorkuvopnum aftur inn í gufuhvolfið.

Hóta viðbrögðum gegn þvingunum
Yfirvöld Norður-Kóreu segjast ætla að grípa til aðgera samþykki Sameinuðu þjóðirnar að herða þvinganir gegn einræðisríkinu.

Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári
Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum.

Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína
Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna.

Bandaríkjastjórn bannar heimsóknir til Norður-Kóreu
Ferðaskrifstofur segja að bannið verði kynnt 27. júlí næstkomandi og taka gildi þrjátíu dögum síðar.

Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var
Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum.

Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi
Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld.