Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2017 11:00 Björgvin Hilmarsson með 32 punda lax úr Yokanga Mynd: Hilmar Hansson Hilmar Hansson með flottann lax. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur farið til veiðar til Rússlands og flestir í þeim tilgangi að gera tilraun til að setja í stærstu laxa Norður Atlantshafsins. Hilmar Hansson er einn þeirra sem er óhætt að kalla sérfræðing í veiðum á þessu svæði enda hefur hann farið þangað margoft og leitt hópa til veiða í bestu ánum á svæðinu. Hilmar er nýlega kominn heim úr ferð þar sem meðal annars var barist við stórlax sem leiðsögumenn áætla um 50 pund. Laxar af þessari stærðargráðu eru ekki óþekktir á þessu svæði en flestir tapa baráttunni við þá enda er það ekkert skrítið því ekki margar veiðigræjur eiga burði í slíkar skepnur. Við deilum hér frásögn frá Hilmari þar sem hann deilir með okkur ævintýrum þessarar ferðar."Ferðin hefst í Helsingi þar sem við fljúgum með Finair til Murmansk. Þaðan förum við svo með þyrlu til Yokanga og erum lentir um kl. 15.00 á laugardegi. Þá tekur við veiði fram á kvöld og svo næstu sex daga eða 6 og hálfur dagur í veiði. Veiðihúsið er mjög skemmtilegt bjálkahús með mikla sál og aðbúnaður og maturinn er alveg frábær. Við sáum mjög fljótt að við vorum að fara í mjög hardcore veiði því það hafði ekki veiðst mikið um sumarið. Það voru nánast náttúruhamfarir.Þarna í vetur, mestu snjóalög í 90 ár og áin var bókstaflega bólgin af vatni. Ég hafði ekki séð hana svona vatnsmikla áður. Fiskurinn gat verið hvar sem var og ekki endilega á hefðbundnum stöðum. Þetta var áskorun sem við vorum meira en til í og skelltum stöngunum á öxlina og settum hausinn undir okkur og byrjuðum á svæði sem heitir Upper Nord Camp sem er mikið stórlaxasvæði.Við erum ferjaðir með þyrlu á veiðistað að morgni og sóttir kl. 18.00 á kvöldin efir veiðidaginn. Gædin er með hádegismat sem við borðum úti og svo tökum við 2-3 kaffipásur yfir daginn. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg yfir daginn fara út eftir kvöldmat og veiða til miðnættis. Ég er löngu hættur að fara út á kvöldin en Björgvin bætti það upp og veiddi 5 kvöld. Þegar leið á vikuna sáum við að vegna mikils vatns og slæmra aðstæðna þá yrði vikan ekki metvika í veiði, en við vorum að setja í fiska á bilinu 12-18 pund og landa þeim einnig settum við báðir í stóra fiska sem við misstum.Á þriðjudeginum missti ég t.d. fisk á bilinu 25-30 pund og þeir stóru voru þarna svo sannarlega. Ég landaði 28 punda hrygnu á Bolder Alley á miðvikudegi og Björgvin landaði 32 punda hæng á Sand Island. Þessir fiskar eru ástæðan fyrir að við förum til veiða á þessum stöðum. Við fengum nokkra möguleika á svona fiskum á vikunni, misstum báðir stóra fiska og vorum að reisa þá. En Hápunkturinn hjá mér var fiskur sem ég setti í á svæði sem heitir Cliff og er ævintýralega fallegt, ekkert nema brot og pallar sem eru ótrúlegir. Þarna setti ég í stærsta fisk sem ég hef sett í á ævinni.Hann tók Night Hawk ½ tommu túpu hjá mér og þegar ég ætlaði að draga hann uppúr pottinum sem hann lá í þá gerðist ekki neitt. Ég gat þokað honum 10-15 metra í einu en svo snéri hann sér við og fór á sama stað aftur. Hann hristi sig öðru hvoru og við reyndum að toga hann upp með því að róa á fullu á bátnum og ég að togast á við hann en hann dró bara bátinn alltaf á sama staðinn. Eftir 20 mínútur af þessum átökum þá rifnaði úr honum og ég sat eftir með sárt ennið.Ég ætla ekki að giska neitt á þennan fisk en það kæmi mér ekki á óvart að hann væri a milli 40 og 50 pund, hann verur uppspretta martraða hjá mér um ókominn ár. Það er nefnilega þannig með þessa stóru fiska sem maður missir, þeir festast í hausnum á manni í áratugi. Við lönduðum 15 fiskum þessa viku og vorum mjög ánægðir með það.Ég mundi segja að viði í Yokanga sé ódýr miðað við Ísland, við borguðum 4000 pund fyrir viku veiði með flugi frá Helsingi, mat og gæd. Það er um 85.000 á dag með öllu. Ég hef veitt í 15 ár á Kolaskaganum, flestar árnar og Björgvin hefur farið tvisvar. Við förum aftur að ári að sjálfsögðu, við erum með 12 stanga viku þarna á næsta á ári á sama tíma. Ef veiðimenn hafa áhuga á að koma með okkur er það vandalaust, þeir hafa bara samband og skella sér með." Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Hilmar Hansson með flottann lax. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur farið til veiðar til Rússlands og flestir í þeim tilgangi að gera tilraun til að setja í stærstu laxa Norður Atlantshafsins. Hilmar Hansson er einn þeirra sem er óhætt að kalla sérfræðing í veiðum á þessu svæði enda hefur hann farið þangað margoft og leitt hópa til veiða í bestu ánum á svæðinu. Hilmar er nýlega kominn heim úr ferð þar sem meðal annars var barist við stórlax sem leiðsögumenn áætla um 50 pund. Laxar af þessari stærðargráðu eru ekki óþekktir á þessu svæði en flestir tapa baráttunni við þá enda er það ekkert skrítið því ekki margar veiðigræjur eiga burði í slíkar skepnur. Við deilum hér frásögn frá Hilmari þar sem hann deilir með okkur ævintýrum þessarar ferðar."Ferðin hefst í Helsingi þar sem við fljúgum með Finair til Murmansk. Þaðan förum við svo með þyrlu til Yokanga og erum lentir um kl. 15.00 á laugardegi. Þá tekur við veiði fram á kvöld og svo næstu sex daga eða 6 og hálfur dagur í veiði. Veiðihúsið er mjög skemmtilegt bjálkahús með mikla sál og aðbúnaður og maturinn er alveg frábær. Við sáum mjög fljótt að við vorum að fara í mjög hardcore veiði því það hafði ekki veiðst mikið um sumarið. Það voru nánast náttúruhamfarir.Þarna í vetur, mestu snjóalög í 90 ár og áin var bókstaflega bólgin af vatni. Ég hafði ekki séð hana svona vatnsmikla áður. Fiskurinn gat verið hvar sem var og ekki endilega á hefðbundnum stöðum. Þetta var áskorun sem við vorum meira en til í og skelltum stöngunum á öxlina og settum hausinn undir okkur og byrjuðum á svæði sem heitir Upper Nord Camp sem er mikið stórlaxasvæði.Við erum ferjaðir með þyrlu á veiðistað að morgni og sóttir kl. 18.00 á kvöldin efir veiðidaginn. Gædin er með hádegismat sem við borðum úti og svo tökum við 2-3 kaffipásur yfir daginn. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg yfir daginn fara út eftir kvöldmat og veiða til miðnættis. Ég er löngu hættur að fara út á kvöldin en Björgvin bætti það upp og veiddi 5 kvöld. Þegar leið á vikuna sáum við að vegna mikils vatns og slæmra aðstæðna þá yrði vikan ekki metvika í veiði, en við vorum að setja í fiska á bilinu 12-18 pund og landa þeim einnig settum við báðir í stóra fiska sem við misstum.Á þriðjudeginum missti ég t.d. fisk á bilinu 25-30 pund og þeir stóru voru þarna svo sannarlega. Ég landaði 28 punda hrygnu á Bolder Alley á miðvikudegi og Björgvin landaði 32 punda hæng á Sand Island. Þessir fiskar eru ástæðan fyrir að við förum til veiða á þessum stöðum. Við fengum nokkra möguleika á svona fiskum á vikunni, misstum báðir stóra fiska og vorum að reisa þá. En Hápunkturinn hjá mér var fiskur sem ég setti í á svæði sem heitir Cliff og er ævintýralega fallegt, ekkert nema brot og pallar sem eru ótrúlegir. Þarna setti ég í stærsta fisk sem ég hef sett í á ævinni.Hann tók Night Hawk ½ tommu túpu hjá mér og þegar ég ætlaði að draga hann uppúr pottinum sem hann lá í þá gerðist ekki neitt. Ég gat þokað honum 10-15 metra í einu en svo snéri hann sér við og fór á sama stað aftur. Hann hristi sig öðru hvoru og við reyndum að toga hann upp með því að róa á fullu á bátnum og ég að togast á við hann en hann dró bara bátinn alltaf á sama staðinn. Eftir 20 mínútur af þessum átökum þá rifnaði úr honum og ég sat eftir með sárt ennið.Ég ætla ekki að giska neitt á þennan fisk en það kæmi mér ekki á óvart að hann væri a milli 40 og 50 pund, hann verur uppspretta martraða hjá mér um ókominn ár. Það er nefnilega þannig með þessa stóru fiska sem maður missir, þeir festast í hausnum á manni í áratugi. Við lönduðum 15 fiskum þessa viku og vorum mjög ánægðir með það.Ég mundi segja að viði í Yokanga sé ódýr miðað við Ísland, við borguðum 4000 pund fyrir viku veiði með flugi frá Helsingi, mat og gæd. Það er um 85.000 á dag með öllu. Ég hef veitt í 15 ár á Kolaskaganum, flestar árnar og Björgvin hefur farið tvisvar. Við förum aftur að ári að sjálfsögðu, við erum með 12 stanga viku þarna á næsta á ári á sama tíma. Ef veiðimenn hafa áhuga á að koma með okkur er það vandalaust, þeir hafa bara samband og skella sér með."
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði