Jon Jones með magnaða endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2017 07:06 Vísir/Getty UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira
UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira
Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45
Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00