Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni Bjarni Már Magnússon og Margrét Lilja Guðmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun