Lífið

Måns Zelmerlöw fór á skeljarnar

Atli Ísleifsson skrifar
Måns Zelmerlöw er þekktastur fyrir að hafa unnið Eurovision með laginu Heroes árið 2015.
Måns Zelmerlöw er þekktastur fyrir að hafa unnið Eurovision með laginu Heroes árið 2015. Vísir/AFP
Sumarfríi sænska söngvarans Måns Zelmerlöw og bresku leikkonunnar Ciara Janson til Króatíu lauk með að hjartaknúsarinn Måns fór á skeljarnar og bað Ciara.

Frá þessu greindu þau Ciara og Måns á Instagram-síðum sínum nú fyrir stundu. Má þar sjá mynd af þeim skötuhjúum þar sem Måns er með gítarinn sinn og er kominn niður á hné. Með myndinni fylgir textinn „Verðandi frú Z,“ segir Ciara.

Ciara notast þar við kassamerkið #happiestgirlinthewholewideworld, og segist með því vera hamingjusamasta kona í heimi.

Ciara Janson.Vísir/Getty
Parið hefur við í sumarfríi á króatísku eyjunni Vis síðustu daga. Þau kynntust í brúðkaupi síðasta sumar og hafa þau sagt að Ciara hafi til að byrja með haft lítinn áhuga á Måns. Hann hafi þó síðar náð að heilla hana upp úr skónum.

Måns býr nú í heimalandi Ciara, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Hollyoaks. Hún á þriggja ára son úr fyrra sambandi.

Zelmerlöw er þekktastur fyrir að hafa unnið Eurovision með laginu Heroes árið 2015.

Mrs Z to be #happiestgirlinthewholewideworld

A post shared by Ciara Janson (@ciarajanson) on

About last night... ️️️

A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.