Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira