Tvær þjóðir Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júlí 2017 07:00 Yfirleitt er rætt um ójöfnuð í sambandi við tekjur, tækifæri og stöðu mismunandi hópa en ójöfnuður á sér margar birtingarmyndir. Auk efnahagslegs ójöfnuðar má nefna félagslegan og menningarlegan ójöfnuð og allt það í samfélaginu sem skapar hindranir eða girðingar á milli ólíkra þjóðfélagshópa. Það er sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð eða lagskiptingu samfélagsins með beinum aðgerðum. Það gerðist engu að síður hér á landi þegar Seðlabanki Íslands ákvað árið 2012 að búa til umgjörð fyrir efnaða Íslendinga til að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa krónur með miklum afslætti með svokallaðri fjárfestingarleið. Tilgangurinn var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum út en aðgerðin var skref í losun gjaldeyrishafta. Fjárfestingarleiðin fólst í því að eigendum gjaldeyris var gert mögulegt að kaupa krónur af aflandskrónueigendum á 20-30 prósent betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um. Fjölmargir fjárfestar og fyrirtæki nýttu sér tækifærið og alls komu 1.100 milljónir evra til landsins í útboðum á grundvelli leiðarinnar á árunum 2012-2015. Í gær var greint frá því í Markaðnum í þessu blaði að gengishagnaður vegna fjárfestinga á grundvelli leiðarinnar næmi alls 75,7 milljörðum króna. Þegar upp var staðið voru það að miklu leyti efnaðir Íslendingar eða útlendingar með tengsl við landið sem nýttu sér úrræðið. Árið 2012 voru Íslendingar að baki 43 prósenta alls þess fjár sem kom inn í landið með fjárfestingarleiðinni. Það er á skjön við upphaflegan tilgang leiðarinnar eins og hún var kynnt af Seðlabankanum. Til skoðunar eru fjögur skattsvikamál hjá skattyfirvöldum vegna fjármagnsflutninga í tengslum við fjárfestingarleiðina. Þá er umhugsunarvert að á meðal þeirra sem högnuðust um mörg hundruð milljónir króna með fjárfestingarleiðinni eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir efnahagsbrot í Hæstarétti Íslands og opinber rannsóknarnefnd hefur staðfest að keyptu eignir af ríkinu með blekkingum eftir síðustu aldamót. Þótt markmið fjárfestingarleiðarinnar hafi verið göfugt er erfitt að skilja hvernig stjórnendur Seðlabankans hafi ekki áttað sig á hversu ósanngjarnt tæki þetta var til að ná settu markmiði og jafnframt þeim siðferðisbresti sem fólst í framkvæmdinni. Í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt Seðlabankinn hafi aðeins verið milliliður á milli fjárfesta og eigenda aflandskróna. Seðlabankinn kynnti hugmyndina, bar ábyrgð á framkvæmdinni og gerði aðstöðumuninn mögulegan. Venjulegt fólk var læst með tekjur sínar inni í gjaldeyrishöftum á sama tíma og efnaðir Íslendingar sem áttu gjaldeyri gátu keypt krónur með afslætti. Þeir högnuðust svo ríkulega eftir losun hafta. Með fjárfestingarleiðinni ýtti Seðlabankinn enn frekar undir ójöfnuð í íslensku samfélagi og styrkti þannig stoðir þeirrar útbreiddu kenningar að í landinu séu tvær þjóðir. Efnuð forréttindastétt annars vegar og launafólk hins vegar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Yfirleitt er rætt um ójöfnuð í sambandi við tekjur, tækifæri og stöðu mismunandi hópa en ójöfnuður á sér margar birtingarmyndir. Auk efnahagslegs ójöfnuðar má nefna félagslegan og menningarlegan ójöfnuð og allt það í samfélaginu sem skapar hindranir eða girðingar á milli ólíkra þjóðfélagshópa. Það er sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð eða lagskiptingu samfélagsins með beinum aðgerðum. Það gerðist engu að síður hér á landi þegar Seðlabanki Íslands ákvað árið 2012 að búa til umgjörð fyrir efnaða Íslendinga til að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa krónur með miklum afslætti með svokallaðri fjárfestingarleið. Tilgangurinn var að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflandskrónum út en aðgerðin var skref í losun gjaldeyrishafta. Fjárfestingarleiðin fólst í því að eigendum gjaldeyris var gert mögulegt að kaupa krónur af aflandskrónueigendum á 20-30 prósent betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um. Fjölmargir fjárfestar og fyrirtæki nýttu sér tækifærið og alls komu 1.100 milljónir evra til landsins í útboðum á grundvelli leiðarinnar á árunum 2012-2015. Í gær var greint frá því í Markaðnum í þessu blaði að gengishagnaður vegna fjárfestinga á grundvelli leiðarinnar næmi alls 75,7 milljörðum króna. Þegar upp var staðið voru það að miklu leyti efnaðir Íslendingar eða útlendingar með tengsl við landið sem nýttu sér úrræðið. Árið 2012 voru Íslendingar að baki 43 prósenta alls þess fjár sem kom inn í landið með fjárfestingarleiðinni. Það er á skjön við upphaflegan tilgang leiðarinnar eins og hún var kynnt af Seðlabankanum. Til skoðunar eru fjögur skattsvikamál hjá skattyfirvöldum vegna fjármagnsflutninga í tengslum við fjárfestingarleiðina. Þá er umhugsunarvert að á meðal þeirra sem högnuðust um mörg hundruð milljónir króna með fjárfestingarleiðinni eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir efnahagsbrot í Hæstarétti Íslands og opinber rannsóknarnefnd hefur staðfest að keyptu eignir af ríkinu með blekkingum eftir síðustu aldamót. Þótt markmið fjárfestingarleiðarinnar hafi verið göfugt er erfitt að skilja hvernig stjórnendur Seðlabankans hafi ekki áttað sig á hversu ósanngjarnt tæki þetta var til að ná settu markmiði og jafnframt þeim siðferðisbresti sem fólst í framkvæmdinni. Í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt Seðlabankinn hafi aðeins verið milliliður á milli fjárfesta og eigenda aflandskróna. Seðlabankinn kynnti hugmyndina, bar ábyrgð á framkvæmdinni og gerði aðstöðumuninn mögulegan. Venjulegt fólk var læst með tekjur sínar inni í gjaldeyrishöftum á sama tíma og efnaðir Íslendingar sem áttu gjaldeyri gátu keypt krónur með afslætti. Þeir högnuðust svo ríkulega eftir losun hafta. Með fjárfestingarleiðinni ýtti Seðlabankinn enn frekar undir ójöfnuð í íslensku samfélagi og styrkti þannig stoðir þeirrar útbreiddu kenningar að í landinu séu tvær þjóðir. Efnuð forréttindastétt annars vegar og launafólk hins vegar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun