Maður féll í Gullfoss: Lögregla segist geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 08:16 Mikill viðbúnaður var við Gullfoss í gærkvöldi. vísir/magnús hlynur Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40