Leit við Gullfoss: Rannsaka málið sem slys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2017 17:01 Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum. vísir/magnús hlynur Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48