Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30