Svona er gjaldtakan á landinu Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst á föstudag við bílastæðin við Seljalandsfoss. Mynd/Jóhannes K. Kristjánsson Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira