Fordæmir ræsi frá Vegagerðinni á „heilögu svæði“ í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Nýju ræsin tvö í Landmannalaugum og raskið í kring um þau þykja lítil staðarprýði. Mynd/Smári Róbertsson „Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Það eina rétta í stöðunni er að þetta verði fjarlægt þegar í stað,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um ræsi sem fyrirvaralaust voru sett ofan í Laugalæk við Landmannalaugar um þarsíðustu helgi. Ræsunum var komið fyrir af verktaka á vegum Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi farið illa í þá sem starfa í Landmannalaugum eða tengjast staðnum á einhvern hátt. Forundran og hörð gagnrýni einkennir umræðu um málið. „Það er mikil reiði og hneykslan meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu,“ segir Páll. Hann bendir á að mannvirkið breyti upplifun fólks af óspilltri náttúru og því að keyra yfir ár og læki. Þarna kemur þessi stórfellda framkvæmd mitt inn í þetta heilaga svæði.“Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.vísir/stefánLaugalækur rennur úr Landmannalaugum og er fyrir innan Námskvísl sem enn er óbrúuð. „Við höfðum enga hugmynd um þetta og enginn sem við heyrðum í virtist vita nokkuð um þetta. Að því er virðist var þetta gert án vitundar og samráðs við nokkurn mann,“ segir Páll sem kveðst hafa fengið haldlitlar skýringu á málinu hjá Vegagerðinni. „Hún var á þeim nótum að þarna væru bílar að festa sig og yrðu drullugir,“ Páll segir slæmt að framkvæmdin sé þvert á öll áform í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu þar sem færa eigi bílastæði og rýma. Landmannalaugar af mannvirkjum. „Allar aðrar framkvæmdir hafa verið óheimilar á meðan og þarna kemur allt í einu þessi stórgerða framkvæmd sem virðist einhvern veginn fara fram hjá öllu kerfinu. Það er verið að bæta aðgengi og gefa möguleika á að Yaris bílaleigubílar streymi þarna inn eftir. Og þetta er líka algerlega þvert gegn sýninni um óspillta náttúru á svæðinu.“Fara þarf yfir Námskvísl áður en komið er að ræsunum yfir Laugalæk.Mynd/Smári RóbertssonPáll segir umferð inn á svæðið ekki hafa aukist enn vegna framkvæmdarinnar. „En þetta býður hættunni heim að einhverjir freistist til að keyra á fólksbílum yfir Námskvíslina þegar þeir sjá þessi ræsi í Laugalæk hinum megin við ána. Þegar þú ert kominn á hinn bakkann og sérð að þarna er kominn vegur eru meiri líkur á að þú leggir af stað. Þar væri bæði hætta fyrir fólk og farartæki því Námskvísl getur verið erfið viðureignar.“ Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Vegagerðina hafa rætt hugmyndina við stofnunina. „Svo hefur farið framhjá þeim að þetta þyrfti að fara í gegnum leyfisveitingu,“ segir Hákon og bætir við að fólk átti sig ekki oft á því hvað sé leyfisskilt. Hvorki náðist í gær tal af Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi, né Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra sem fer með skipulagsvald á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira