„Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:00 Frá opnunarathöfn mótsins í morgun. vísir/vilhelm Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst. Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst.
Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00
Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01
Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00