Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2017 22:30 Cyril Abiteboul og Jolyon Palmer. Vísir/Getty Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. Kubica sem slasaðist við þátttöku í rallý keppni í Andorra árið 2011, hefur unnið að endurkomu sinni í Formúlu 1 með einum og öðrum hætti síðan. Hann ók fyrir BMW Sauber liðið 2006-2009 og svo fyrir Renault liðið 2010 og 2011. Hann hefur að undanförnu verið að aka eldri Renault bílum í von um að sýna og sanna, bæði fyrir sér og öðrum að hann geti ekið Formúlu 1 bíl af fullum krafti. Á sama tíma hefur Palmer, annar ökumanna Renault liðsins átt erfitt uppdráttar og ekki haldið í við liðsfélaga sinn Nico Hulkenberg í stigasöfnun til handa liðinu. Palmer hefur ekki enn náð í stig en Hulkenberg hefur sótt 26 stig. „Við stöndum við bakið á Jo og það er engin breyting væntanleg þar,“ sagði Cyril Abiteboul í samtali við Autosport. „Þær prófanir sem við höfum staðið í með Robert eru til þess að athuga hversu raunhæfur sá möguleiki er að hann snúi aftur til keppni í nútíma Formúlu 1. Robert gæti verið mögulegur ökumaður fyrir 2018 en til að vita hvort það komi raunverulega til greina þá þurfum við að athuga hvort hann þoli aukið niðurtog og meira afl,“ bætti Abiteboul við. Kubica fær að prófa Renault bíl þessa árs eftir keppnina um helgina í Ungverjalandi. Þá fara fram æfingar og svo hefst fjögurra vikna sumarfrí. Formúla Tengdar fréttir Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. Kubica sem slasaðist við þátttöku í rallý keppni í Andorra árið 2011, hefur unnið að endurkomu sinni í Formúlu 1 með einum og öðrum hætti síðan. Hann ók fyrir BMW Sauber liðið 2006-2009 og svo fyrir Renault liðið 2010 og 2011. Hann hefur að undanförnu verið að aka eldri Renault bílum í von um að sýna og sanna, bæði fyrir sér og öðrum að hann geti ekið Formúlu 1 bíl af fullum krafti. Á sama tíma hefur Palmer, annar ökumanna Renault liðsins átt erfitt uppdráttar og ekki haldið í við liðsfélaga sinn Nico Hulkenberg í stigasöfnun til handa liðinu. Palmer hefur ekki enn náð í stig en Hulkenberg hefur sótt 26 stig. „Við stöndum við bakið á Jo og það er engin breyting væntanleg þar,“ sagði Cyril Abiteboul í samtali við Autosport. „Þær prófanir sem við höfum staðið í með Robert eru til þess að athuga hversu raunhæfur sá möguleiki er að hann snúi aftur til keppni í nútíma Formúlu 1. Robert gæti verið mögulegur ökumaður fyrir 2018 en til að vita hvort það komi raunverulega til greina þá þurfum við að athuga hvort hann þoli aukið niðurtog og meira afl,“ bætti Abiteboul við. Kubica fær að prófa Renault bíl þessa árs eftir keppnina um helgina í Ungverjalandi. Þá fara fram æfingar og svo hefst fjögurra vikna sumarfrí.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00
Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15