Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2017 22:30 Cyril Abiteboul og Jolyon Palmer. Vísir/Getty Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. Kubica sem slasaðist við þátttöku í rallý keppni í Andorra árið 2011, hefur unnið að endurkomu sinni í Formúlu 1 með einum og öðrum hætti síðan. Hann ók fyrir BMW Sauber liðið 2006-2009 og svo fyrir Renault liðið 2010 og 2011. Hann hefur að undanförnu verið að aka eldri Renault bílum í von um að sýna og sanna, bæði fyrir sér og öðrum að hann geti ekið Formúlu 1 bíl af fullum krafti. Á sama tíma hefur Palmer, annar ökumanna Renault liðsins átt erfitt uppdráttar og ekki haldið í við liðsfélaga sinn Nico Hulkenberg í stigasöfnun til handa liðinu. Palmer hefur ekki enn náð í stig en Hulkenberg hefur sótt 26 stig. „Við stöndum við bakið á Jo og það er engin breyting væntanleg þar,“ sagði Cyril Abiteboul í samtali við Autosport. „Þær prófanir sem við höfum staðið í með Robert eru til þess að athuga hversu raunhæfur sá möguleiki er að hann snúi aftur til keppni í nútíma Formúlu 1. Robert gæti verið mögulegur ökumaður fyrir 2018 en til að vita hvort það komi raunverulega til greina þá þurfum við að athuga hvort hann þoli aukið niðurtog og meira afl,“ bætti Abiteboul við. Kubica fær að prófa Renault bíl þessa árs eftir keppnina um helgina í Ungverjalandi. Þá fara fram æfingar og svo hefst fjögurra vikna sumarfrí. Formúla Tengdar fréttir Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. Kubica sem slasaðist við þátttöku í rallý keppni í Andorra árið 2011, hefur unnið að endurkomu sinni í Formúlu 1 með einum og öðrum hætti síðan. Hann ók fyrir BMW Sauber liðið 2006-2009 og svo fyrir Renault liðið 2010 og 2011. Hann hefur að undanförnu verið að aka eldri Renault bílum í von um að sýna og sanna, bæði fyrir sér og öðrum að hann geti ekið Formúlu 1 bíl af fullum krafti. Á sama tíma hefur Palmer, annar ökumanna Renault liðsins átt erfitt uppdráttar og ekki haldið í við liðsfélaga sinn Nico Hulkenberg í stigasöfnun til handa liðinu. Palmer hefur ekki enn náð í stig en Hulkenberg hefur sótt 26 stig. „Við stöndum við bakið á Jo og það er engin breyting væntanleg þar,“ sagði Cyril Abiteboul í samtali við Autosport. „Þær prófanir sem við höfum staðið í með Robert eru til þess að athuga hversu raunhæfur sá möguleiki er að hann snúi aftur til keppni í nútíma Formúlu 1. Robert gæti verið mögulegur ökumaður fyrir 2018 en til að vita hvort það komi raunverulega til greina þá þurfum við að athuga hvort hann þoli aukið niðurtog og meira afl,“ bætti Abiteboul við. Kubica fær að prófa Renault bíl þessa árs eftir keppnina um helgina í Ungverjalandi. Þá fara fram æfingar og svo hefst fjögurra vikna sumarfrí.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00
Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15