Ljúffengar muffins í hollari kantinum Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 15:00 Volgar bláberjamuffins klikka aldrei. NORDICPHOTOS/GETTY Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar. Matur Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar.
Matur Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira