Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júlí 2017 12:57 Vettel var fljótastur í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. Felipe Massa gat ekki tekið þátt í tímatökunni hann var með sýkingu í innra eyranu. Paul di Resta tók sæti hans í Williams bílnum. Hann hafði þangað til tímatakan hófst, aldrei ekið Williams bílnum. Di Resta ók síðast í Formúlu 1 árið 2013 þegar hann ók fyrir Force India liðið.Fyrsta lota Ferrari, Red Bull og Mercedes bílarnir áttu fyrstu sex sætin í fyrstu lotunni. Hópurinn var ansi þéttur en allir ökumennirnir voru á sömu sekúndunni. Vettel var hraðastur á Ferrari. Þeir sem féllu úr leik í fyrstu lotu voru; Sauber ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Kevin Magnussen á Haas.Paul di Resta fékk allt í einu tækifæri til að keyra Williams bíl Felipe Massa í dag. Það verður áhugavert að fylgjast með honum á morgun.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton fór strax af stað í annarri lotu en bíllinn var ekki að svara beiðnum hans eins og hann hefði viljað. Hann kvartaði í talstöðinni yfir titring í dekkjunum. Það er afar vont í annarri lotu því tíu fljótustu ræsa á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Hamilton kom aftur út til að setja hraðari tíma á öðrum dekkjum. Báðir McLaren bílarnir komust áfram í þriðju lotu. Það færir stoðir undir þá kenningu að McLaren bíllinn virkaði vel á bautinni í Ungverjalandi. Í annarri lotu féllu út; Romain Grosjean á Haas, Force India ökumennirnir, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Jolyon Palmer á Renault.Þriðja lota Hamilton var enn í vandræðum með jafnvægið og gripið í bílnum og klúðraði sinni fyrstu tilraun í þriðju lotu. Á meðan setti Vettel hraðasta hringinn á brautinni í fyrstu tilraun þriðju lotu. Vettel hélt sinni stöðu í harðri baráttu við liðsfélaga sinn undir lokin. Vettel náði þar með sínum öðrum ráspól á árinu og Kimi Raikkonen varð annar.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. Felipe Massa gat ekki tekið þátt í tímatökunni hann var með sýkingu í innra eyranu. Paul di Resta tók sæti hans í Williams bílnum. Hann hafði þangað til tímatakan hófst, aldrei ekið Williams bílnum. Di Resta ók síðast í Formúlu 1 árið 2013 þegar hann ók fyrir Force India liðið.Fyrsta lota Ferrari, Red Bull og Mercedes bílarnir áttu fyrstu sex sætin í fyrstu lotunni. Hópurinn var ansi þéttur en allir ökumennirnir voru á sömu sekúndunni. Vettel var hraðastur á Ferrari. Þeir sem féllu úr leik í fyrstu lotu voru; Sauber ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Kevin Magnussen á Haas.Paul di Resta fékk allt í einu tækifæri til að keyra Williams bíl Felipe Massa í dag. Það verður áhugavert að fylgjast með honum á morgun.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton fór strax af stað í annarri lotu en bíllinn var ekki að svara beiðnum hans eins og hann hefði viljað. Hann kvartaði í talstöðinni yfir titring í dekkjunum. Það er afar vont í annarri lotu því tíu fljótustu ræsa á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Hamilton kom aftur út til að setja hraðari tíma á öðrum dekkjum. Báðir McLaren bílarnir komust áfram í þriðju lotu. Það færir stoðir undir þá kenningu að McLaren bíllinn virkaði vel á bautinni í Ungverjalandi. Í annarri lotu féllu út; Romain Grosjean á Haas, Force India ökumennirnir, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Jolyon Palmer á Renault.Þriðja lota Hamilton var enn í vandræðum með jafnvægið og gripið í bílnum og klúðraði sinni fyrstu tilraun í þriðju lotu. Á meðan setti Vettel hraðasta hringinn á brautinni í fyrstu tilraun þriðju lotu. Vettel hélt sinni stöðu í harðri baráttu við liðsfélaga sinn undir lokin. Vettel náði þar með sínum öðrum ráspól á árinu og Kimi Raikkonen varð annar.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00
Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00
Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15
Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30