Einn mest umtalaði bardagi í sögunni verður haldinn þann 26. ágúst næst komandi en þá mætast MMA-bardagakappinn Conor McGregor og hnefaleikakappinn Floyd Mayweather í T-Mobile höllinni í Las Vegas.
Búist var við því að uppselt yrði á bardagann á mettíma en svo er víst ekki.
ESPN greinir frá því að hundruðir sæta séu enn laus á bardagann mikla en ástæðan gæti verið sennilega sú að miðaverðið er stjarnfræðilega hátt en ódýrustu miðarnir í boði á Ticketmaster-síðunni eru sagðir kosta 3,500 dali sem samsvarar 369.509 íslenskum krónum, en þeir eru ekki endursölumiðar (e. resale ticket) sem eiga að vera ódýrari.
Leonard Ellerbe er einn af skipuleggjendum (e.promoter) bardagans en hann hefur litlar áhyggjur af miðasölunni. Hann segir að það muni ekki einungis bara vera uppselt á bardagann, heldur að sölumet verði slegið en metið sem stendur núna er þegar að Mayweather mætti Manny Pacquiao í risabardaga sem skilaði 72,198,500 milljónum dala.
Spennandi verður að sjá hvort að það seljist upp á bardagann - en þeir lesendur Vísis sem hafa áhuga geta verslað miða hér.
