Erlent

Markaður í Camden í ljósum logum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Yfir 70 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn sem geisar í markaðinum í Camden.
Yfir 70 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn sem geisar í markaðinum í Camden. Vísir/afp
Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Í tilkynningu frá slökkviliðinu er fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu. Búið er að loka fyrir hluta Camden High Street.

Netverjar birtu myndefni af eldsvoðanum á Twitter. Myndirnar sýna markaðinn í ljósum logum og þykkan reyk sem leggur frá þakinu.

Eldurinn virðist hafa átt upptök sín fyrir ofan veitingastaðinn Honest Burger. Markaðurinn er frægur og þykir hann einkar vinsæll á meðal ferðamanna.

Af samskiptamiðlum að dæma er þungt yfir Lundúnarbúum. Margir netverjanna eru í auðsjáanlega í sárum eftir Grenfell-brunann og keppast þeir við að skrifa stöðuuppfærslur þar sem þeir brýna fyrir fólki að fara að öllu með gát og þá ekki síst slökkviliðsmönnum á vettvangi.

Danny Judge, Barþjónn sem starfar á Lockside Lounge sem er í námunda við Lock-markaðinn lýsti sinni upplifun í samtali við Telegraph:

„Eldurinn breiddist hratt út og hitinn var yfirþyrmandi. Öryggisverðirnir voru fljótir að rýma staðinn. Fólk var í algjöru áfalli.“

Um 40 milljónir manna fara um Camden markaðinn á hverju ári.


Tengdar fréttir

Eldsvoði í Camden

Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×