Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 12:33 Leki varð í kælikerfi verksmiðju United Silicon í nótt og þurfti að slökkva á brennsluofni verksmiðjunnar vegna þess. Þegar það er gert verður lyktarmengun meiri. Vísir/Vilhelm Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar. United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar.
United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44
Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00