Ólafur telur sárindi frá formannskjöri hafa áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 13:09 Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson. Neytendur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Ólafur Arnarson sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í gær ber ugg í brjósti varðandi framtíð samtakanna í höndum þeirra sem eftir sitja í stjórn þeirra og unnu gegn honum. Erjurnar megi að hluta til rekja til sárinda sem urðu þegar hann bauð sig fram á síðustu stundu og náði kjöri í embætti formanns á síðasta ári. Ólafur Arnarson hafði gengt embætti formanns í Neytendasamtökunum í níu mánuði þegar hann sagði af sér í gær eftir harðvítugar deilur við aðra í stjórn samtakanna. Kjörtímabil Ólafs og stjórnarfólks er tvö ár en Stefán Hrafn Jónsson varaformaður sagði í fréttum okkar um helgina að boðað verði til félagsfundar í samtökunum í næsta mánuði til að fara yfir stöðuna. Ólafur hefur mótmælt þeirri fullyrðingu annarra stjórnarmanna að hann beri ábyrgð á útgjaldaaukningu umfram tekjur án umboðs og vitneskju stjórnarinnar. Vandi Neytendasamtakanna sé að tekjur þeirra hafi dregist saman meðal annars vegna stöðugt minni framlaga frá ríkinu. En þrír þjónustusamningar hafi verið á milli ríkisins og Neytendasamtakanna. Stærstur hafi verið samningur um annars vegar kvörtunarþjónustu og hins vegar leiðbeiningarþjónustu. „Árið 2001 var fjárhæð þessa samnings 7,2 milljónir á verðlagi þess árs. Það jafngildir um 1,5 milljónum á verðlagi ársins í ár. Í ár er verðmæti þessa samnings 3,7 milljónir. Eða eða rétt ríflega tuttugu prósent af því sem var fyrir sextán árum,“ segir Ólafur. Engar efnislegar forsendur séu fyrir þessari ótrúlegu rýrnun því ásókn almennings í þessa þjónustu hafi aukist í gegnum árin og launakostnaður hækkað.Framlög ríkisins hafa rýrnað mikið „Þannig að það er alveg ljóst að þessi samningur stendur engan veginn undir þeirri þjónustu sem ríkið er að kaupa. Þetta er auðvitað eitt af þeim vandamálum sem Neytendasamtökin sem Neytendasamtökin hafa staðið frammi fyrir. Þetta er meðal annars það sem ég er að tala um sem tekjuvanda. Þetta er ekki útgjaldavandi heldur tekjuvandi,“ segir Ólafur. Það þurfi að sækja fast á ríkið til að fá fram hækkanir á framlögum og það sé hans mat að hluti skýringarinnar sé að Neytendasamtökin hafi verið veik og ekki sótt þetta nógu hart. Ólafur bauð sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum á síðustu stundu fyrir þing samtakanna í október í fyrra en þá höfðu nokkrir þegar tilkynnt um framboð sitt meðal annarra Teitur Atlason fyrrverandi varaformaður og Guðjón Sigurbjartsson og stuðningsmenn þeirra hafi endað í stjórn samtakanna. Ólafur er sannfærður um að átökin innan stjórnarinnar megi að hluta rekja til þess að hart var tekist á í formannskjörinu. „Ég bauð mig fram á síðustu stundu. Ég var ekki að leggja upp stuðningsmenn mína eða menn handgengna mér í stjórnina. En ég hafði ekki leitt hugann að því að þetta kynni að skipta einhverju máli,“ segir Ólafur. Enda eigi fólk sem beri hag neytenda fyrir brjósti að geta unnið saman burt séð frá úrslitum kosninga í stjórn. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Ólafur að hann væri ekki endilega hættur afskiptum að neytendamálum og útilokar ekki aðkomu að Neytendasamtökunum síðar. „Aldrei þó í einhverju samstarfi við þá stjórn þessa stjórn sem nú situr. Ég get ekki átt í samstarfi við fólk sem kemur fram af slíkum óheilindum. En mér þykir vænt um Neytendasamtökin og ég ber ugg í brjósti um framtíð Neytendasamtakanna. Sérstaklega í höndum þeirra sem nú stjórna þeim,“ segir Ólafur Arnarson.
Neytendur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira