Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 11:30 Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira