Sennilega stærsta helgin í sögu Mjölnis Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2017 19:00 Feðgarnir á góðri stund. vísir/böd Það voru þreyttir en kátir Mjölnismenn sem komu til Glasgow í dag. Gunnar Nelson var manna rólegastur og byrjaði á því að leggja sig. Helgin sem er fram undan er líklega sú stærsta í sögu Mjölnis og menn þar á bæ eru eðlilega stoltir. „Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í. Það er mikið undir hjá okkar fólki. Sunna er að keppa sinn þriðja bardaga og væri mikil yfirlýsing hjá henni að vinna fyrstu þrjá atvinnumannabardaga sína," segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Gunni er svo í aðalbardaga kvöldsins og á góðu rönni. Er að mæta manni sem er á enn meira rönni. Þetta verður ekkert meira spennandi en þetta.“ Blandaðar bardagalistir eru orðnar mjög vinsælar á Íslandi og það er ekki síst Gunnari og Sunnu að þakka. „Sportið er alltaf að verða vinsælla á Íslandi. Það eru 1.600 manns að æfa í Mjölni og Mjölnir er orðinn eitt stærsta íþróttafélagið í Reykjavík. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Það er mikið undir í bardaganum hjá Gunnari en hverju má fólk búast við af Gunnari? „Gunnar er alltaf að bæta sig. Bæði í glímunni og standandi. Mesti munurinn núna er samt úthaldið. Hann hefur æft þrekið svakalega og hefur tekið harðar fimm lotur nánast án þess að blása úr nös.“Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. 12. júlí 2017 15:30 Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. 11. júlí 2017 13:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Það voru þreyttir en kátir Mjölnismenn sem komu til Glasgow í dag. Gunnar Nelson var manna rólegastur og byrjaði á því að leggja sig. Helgin sem er fram undan er líklega sú stærsta í sögu Mjölnis og menn þar á bæ eru eðlilega stoltir. „Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í. Það er mikið undir hjá okkar fólki. Sunna er að keppa sinn þriðja bardaga og væri mikil yfirlýsing hjá henni að vinna fyrstu þrjá atvinnumannabardaga sína," segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Gunni er svo í aðalbardaga kvöldsins og á góðu rönni. Er að mæta manni sem er á enn meira rönni. Þetta verður ekkert meira spennandi en þetta.“ Blandaðar bardagalistir eru orðnar mjög vinsælar á Íslandi og það er ekki síst Gunnari og Sunnu að þakka. „Sportið er alltaf að verða vinsælla á Íslandi. Það eru 1.600 manns að æfa í Mjölni og Mjölnir er orðinn eitt stærsta íþróttafélagið í Reykjavík. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Það er mikið undir í bardaganum hjá Gunnari en hverju má fólk búast við af Gunnari? „Gunnar er alltaf að bæta sig. Bæði í glímunni og standandi. Mesti munurinn núna er samt úthaldið. Hann hefur æft þrekið svakalega og hefur tekið harðar fimm lotur nánast án þess að blása úr nös.“Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. 12. júlí 2017 15:30 Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. 11. júlí 2017 13:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. 12. júlí 2017 15:30
Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. 11. júlí 2017 13:00
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn