Innlent

Vilja banna svartolíu innan lögsögunnar

Benedikt Bóas skrifar
Skip menga gríðarlega við hafnarbakka landsins.
Skip menga gríðarlega við hafnarbakka landsins. vísir/vilhelm
Aðgerðahópur um loftslagsmál og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir áskorun til Alþjóða siglingamálastofnunarinnar um að banna notkun svartolíu á skip sem sigla um norðurhöf. Þetta kemur fram í erindi frá Faxaflóahöfnum sem tekið var til umfjöllunar í borgarráði Reykjavíkurborgar í síðustu viku.

Erindinu var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Í erindinu kemur fram að rannsóknir sýna að sýrustig sjávar eykst stöðugt vegna síaukinnar losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið. Á norðlægum slóðum eykst súrnunin hraðar en í heitari sjó. Þessi þróun ógnar nú þegar vistkerfi hafsins og því ber öllum þeim sem spornað geta við þessari þróun að leggja sitt af mörkum.

Íslenskur fiskiskipafloti hefur að mestu brennt skipaolíu af gerðinni MDO en þó eru einhver skip sem brenna svartolíu. Talið er að þau gætu auðveldlega skipt yfir í MDO-olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×