„Ég ætla ekki að lofa neinu en sigur um helgina eykur líkurnar á að hún komist þangað inn. Þeir klárlega vita af henni,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis.
„Ég er búinn að kynna Sunnu fyrir þeim og það er mikill áhugi á því hjá okkur að koma henni þarna inn. Hún er samt líka á mjög góðum stað hjá Invicta sem eru risabardagasamtök og stærstu kvennasamtökin.“
Haraldur og annað Mjölnisfólk í Glasgow, þar sem Gunnar Nelson berst um helgina, er þegar búið að setja sig í samband við starfsfólk á hótelinu og biðja það um að redda Sunnu á stórum skjá þar.
Bardagi Sunnu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.