Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 11:00 Íslensku strákarnir fagna hér marki Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi á EM í fyrra. Vísir/Getty Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00
Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28
Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56