Laumast í fataskáp foreldranna Sólveig Gísladóttir skrifar 14. júlí 2017 11:00 Ragnheiður María Benediktsdóttir. Svartar víðar buxur ásamt belti eru í uppáhaldi hjá henni. Vísir/Ernir Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag. Með Ragnheiði í RuGl er vinkona hennar Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann, en báðar eru þær sextán ára gamlar. Hljómsveitin keppti í Músíktilraunum þar sem þær komust í úrslit og öðluðust talsverða athygli. Árið 2016 hituðu þær upp fyrir Risaeðluna í Gamla bíói og komu fram á Airwaves ásamt því að vera tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Ragnheiður segist spá töluvert í tísku. „Já, ég kemst nú ekki hjá því! Mér finnst líka mjög áhugavert og skemmtilegt að pæla í því sem hefur verið í tísku í gegnum árin, skoða mismunandi tímabil, bæði í fötum og tónlist,“ segir hún og lýsir eigin stíl sem þægilegum og stílhreinum. Hún segist reyndar ekki eyða miklu í föt. „Ég er dugleg að nýta flíkur sem mér áskotnast en ef hin fullkomna flík er dýr þá myndi ég samt alveg kaupa hana,“ segir Ragnheiður sem kaupir flest sín föt notuð, til dæmis í Rauða krossinum og Spúútnkik. „Við vinkona mín erum líka mikið í því að skiptast á fötum og svo á ég það til að laumast í skápinn hjá foreldrum mínum,“ segir hún glettin.Er einhver flík í uppáhaldi? „Svartar, víðar buxur ásamt belti. Þær passa vel við öll tækifæri.“ Skartgripi notar Ragnheiður sjaldan en helstu fylgihlutirnir eru belti, flottar töskur og stórir treflar á köldum dögum.Hvað með tískufyrirmyndir? „Ég fylgist mikið með fólki á samfélagsmiðlunum sem hefur áhrif á minn stíl en annars er Audrey Hepburn alltaf flottust.“ Á sunnudaginn heldur RuGl sína síðustu tónleika í bili. „Fríða er að flytja til Danmerkur eftir örfáar vikur og því fer að líða að okkar síðustu tónleikum í bili. Þeir verða haldnir á sunnudaginn klukkan 15 og eru hluti af Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Tónleikarnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins og aðgangur er ókeypis.“ Þær vinkonur hafa einnig verið að taka upp lögin sín undanfarið hjá Orra Jónssyni, Orra analog, í Gufunesradíói. „Við stefnum á útgáfu EP-plötu og setjum bráðum í gang Karolina Fund söfnun - endilega fylgist með því á Facebook-síðunni okkar,“ segir hún glaðlega.Hér fyrir neðan má sjá þegar RuGl kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni af Reykjavík Folk Festival í vor. Tónlist Tengdar fréttir Þetta var fjarlægur draumur Þær Ragnheiður María Benediktsdóttir og Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann stofnuðu hljómsveitina Rugl snemma á þessu ári. Þær koma til með að hita upp fyrir PJ Harvey á Iceland Airwaves. 19. október 2016 11:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag. Með Ragnheiði í RuGl er vinkona hennar Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann, en báðar eru þær sextán ára gamlar. Hljómsveitin keppti í Músíktilraunum þar sem þær komust í úrslit og öðluðust talsverða athygli. Árið 2016 hituðu þær upp fyrir Risaeðluna í Gamla bíói og komu fram á Airwaves ásamt því að vera tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Ragnheiður segist spá töluvert í tísku. „Já, ég kemst nú ekki hjá því! Mér finnst líka mjög áhugavert og skemmtilegt að pæla í því sem hefur verið í tísku í gegnum árin, skoða mismunandi tímabil, bæði í fötum og tónlist,“ segir hún og lýsir eigin stíl sem þægilegum og stílhreinum. Hún segist reyndar ekki eyða miklu í föt. „Ég er dugleg að nýta flíkur sem mér áskotnast en ef hin fullkomna flík er dýr þá myndi ég samt alveg kaupa hana,“ segir Ragnheiður sem kaupir flest sín föt notuð, til dæmis í Rauða krossinum og Spúútnkik. „Við vinkona mín erum líka mikið í því að skiptast á fötum og svo á ég það til að laumast í skápinn hjá foreldrum mínum,“ segir hún glettin.Er einhver flík í uppáhaldi? „Svartar, víðar buxur ásamt belti. Þær passa vel við öll tækifæri.“ Skartgripi notar Ragnheiður sjaldan en helstu fylgihlutirnir eru belti, flottar töskur og stórir treflar á köldum dögum.Hvað með tískufyrirmyndir? „Ég fylgist mikið með fólki á samfélagsmiðlunum sem hefur áhrif á minn stíl en annars er Audrey Hepburn alltaf flottust.“ Á sunnudaginn heldur RuGl sína síðustu tónleika í bili. „Fríða er að flytja til Danmerkur eftir örfáar vikur og því fer að líða að okkar síðustu tónleikum í bili. Þeir verða haldnir á sunnudaginn klukkan 15 og eru hluti af Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Tónleikarnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins og aðgangur er ókeypis.“ Þær vinkonur hafa einnig verið að taka upp lögin sín undanfarið hjá Orra Jónssyni, Orra analog, í Gufunesradíói. „Við stefnum á útgáfu EP-plötu og setjum bráðum í gang Karolina Fund söfnun - endilega fylgist með því á Facebook-síðunni okkar,“ segir hún glaðlega.Hér fyrir neðan má sjá þegar RuGl kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni af Reykjavík Folk Festival í vor.
Tónlist Tengdar fréttir Þetta var fjarlægur draumur Þær Ragnheiður María Benediktsdóttir og Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann stofnuðu hljómsveitina Rugl snemma á þessu ári. Þær koma til með að hita upp fyrir PJ Harvey á Iceland Airwaves. 19. október 2016 11:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þetta var fjarlægur draumur Þær Ragnheiður María Benediktsdóttir og Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann stofnuðu hljómsveitina Rugl snemma á þessu ári. Þær koma til með að hita upp fyrir PJ Harvey á Iceland Airwaves. 19. október 2016 11:00