Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2017 14:00 Kavanagh á æfingu með Conor. Þeir munu taka á því í Las Vegas næstu vikurnar. vísir/getty John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. „Ég held það megi segi að þetta verði einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Það verður ótrúlegur fjöldi sem mun horfa á þennan bardaga. Það hafa allir skoðun á þessum bardaga burtséð frá því hver muni vinna,“ segir Kavanagh og er augljóslega mjög spenntur. Hann mun halda til Las Vegas á mánudaginn og byrja æfingabúðir þar með Conor. Hann kemur því ekki aftur heim til sín fyrr en í september. Síðustu ár hafa verið ótrúlegur rússibani fyrir bæði Conor og Kavanagh og eðlilega átti hann aldrei von á að svona myndi fara. „Ég hefði átt að henda honum út úr æfingasalnum eftir fyrstu æfingu. Þá hefði lífið orðið auðveldara,“ segir Kavanagh sposkur og hlær við. „Þetta hefur verið mjög gaman og líka með Gunna. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Írinn efast að sjálfsögðu ekkert um að sinn maður eigi möguleika gegn ósigruðum Mayweather. „Auðvitað á hann möguleika. Hann þáði ekki þennan bardaga bara út af peningunum. Auðvitað er góður bónus að fá alla þessa peninga en hann tók þennan bardaga út af þessari áskorun. Conor veit hvað hann getur gert. Hann mun ekki bara vinna Floyd heldur rota hann.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Mayweather kastaði seðlum í McGregor | Sjáðu þriðja blaðamannafundinn Það var margt um manninn í Barclays Center í Brooklyn þegar þriðji blaðamannafundurinn fyrir boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram. 13. júlí 2017 23:30 „Hann hefur ekki lengur efni á jakkafötum“ | Sjáðu fyrsta blaðamannafund Mayweather og McGregor Fyrsti blaðamannafundurinn af fjórum fyrir risa boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Staples Center í Los Angeles í kvöld. 11. júlí 2017 22:30 Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld. 12. júlí 2017 23:45 Faðir Mayweather réðst inn á blaðamannafund Conors | Myndband Það gekk mikið á þegar Conor McGregor hitti Floyd Mayweather í fyrsta skipti í gær og látunum var ekki lokið eftir viðburðinn í Staples Center. 12. júlí 2017 13:45 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather. „Ég held það megi segi að þetta verði einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Það verður ótrúlegur fjöldi sem mun horfa á þennan bardaga. Það hafa allir skoðun á þessum bardaga burtséð frá því hver muni vinna,“ segir Kavanagh og er augljóslega mjög spenntur. Hann mun halda til Las Vegas á mánudaginn og byrja æfingabúðir þar með Conor. Hann kemur því ekki aftur heim til sín fyrr en í september. Síðustu ár hafa verið ótrúlegur rússibani fyrir bæði Conor og Kavanagh og eðlilega átti hann aldrei von á að svona myndi fara. „Ég hefði átt að henda honum út úr æfingasalnum eftir fyrstu æfingu. Þá hefði lífið orðið auðveldara,“ segir Kavanagh sposkur og hlær við. „Þetta hefur verið mjög gaman og líka með Gunna. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Írinn efast að sjálfsögðu ekkert um að sinn maður eigi möguleika gegn ósigruðum Mayweather. „Auðvitað á hann möguleika. Hann þáði ekki þennan bardaga bara út af peningunum. Auðvitað er góður bónus að fá alla þessa peninga en hann tók þennan bardaga út af þessari áskorun. Conor veit hvað hann getur gert. Hann mun ekki bara vinna Floyd heldur rota hann.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Mayweather kastaði seðlum í McGregor | Sjáðu þriðja blaðamannafundinn Það var margt um manninn í Barclays Center í Brooklyn þegar þriðji blaðamannafundurinn fyrir boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram. 13. júlí 2017 23:30 „Hann hefur ekki lengur efni á jakkafötum“ | Sjáðu fyrsta blaðamannafund Mayweather og McGregor Fyrsti blaðamannafundurinn af fjórum fyrir risa boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Staples Center í Los Angeles í kvöld. 11. júlí 2017 22:30 Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld. 12. júlí 2017 23:45 Faðir Mayweather réðst inn á blaðamannafund Conors | Myndband Það gekk mikið á þegar Conor McGregor hitti Floyd Mayweather í fyrsta skipti í gær og látunum var ekki lokið eftir viðburðinn í Staples Center. 12. júlí 2017 13:45 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira
Mayweather kastaði seðlum í McGregor | Sjáðu þriðja blaðamannafundinn Það var margt um manninn í Barclays Center í Brooklyn þegar þriðji blaðamannafundurinn fyrir boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram. 13. júlí 2017 23:30
„Hann hefur ekki lengur efni á jakkafötum“ | Sjáðu fyrsta blaðamannafund Mayweather og McGregor Fyrsti blaðamannafundurinn af fjórum fyrir risa boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Staples Center í Los Angeles í kvöld. 11. júlí 2017 22:30
Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld. 12. júlí 2017 23:45
Faðir Mayweather réðst inn á blaðamannafund Conors | Myndband Það gekk mikið á þegar Conor McGregor hitti Floyd Mayweather í fyrsta skipti í gær og látunum var ekki lokið eftir viðburðinn í Staples Center. 12. júlí 2017 13:45