Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri 16. júlí 2017 14:04 Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Hveragerði fóru á staðinn með dælubíla, tankbíla og körfubíla í morgun. Brunavarnir Árnessýslu Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. Hún var stödd á „brunadeild“ á sjúkrahúsi þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali í dag. Húsið var vettvangur Stokkseyrarmálsins svonefnda þar sem manni var haldið nauðugum og honum misþyrmt fyrir fjórum árum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Andrea Kristín, sem á sér langa brotasögu en hefur sagst hafa snúið við blaðinu, búið í húsinu en ekki er fullljóst hvort að hún búi þar í augnablikinu. Íbúi í götunni sem Vísir talaði við staðfesti að hann „vissi ekki betur“ en að hún byggi þar enn. Þegar náðist í Andreu Kristínu upp úr hádegi í dag sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Hún staðfesti ekki að hún hefði verið í húsinu sem brann. Fram kom í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu að ein kona hafi verið í húsinu en hafi komist út af sjálfsdáðum. Hún hafi verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík.Andrea Kristín var um tíma nefnd slæma stelpa í fjölmiðlum. Hún hlaut þungan dóm vegna líkamsárásar árið 2011.Vísir/StefánAldargamalt húsEinbýlishúsið sem brann á Stokkseyri í morgun var rúmlega aldargamalt. Það kom meðal annars við sögu þegar ofbeldismenn héldu manni þar nauðugum og misþyrmdum honum í húsinu. Elstu hlutar hússins eru frá árinu 1910, að sögn Sverrirs Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Þó að húsið standi ennþá segir hann að það sé allt brunnið að innan. Samkvæmt heimildum Vísis var húsið, sem stendur við Heiðarbrún á Stokkseyri, vettvangur hrottalegra líkamsmeiðinga í Stokkseyrarmálinu svonefnda í júlí 2013. Mbl.is sagði fyrst frá því fyrr í dag. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn voru meðal annars dæmdir í sex ára fangelsi vegna málsins í febrúar árið 2014. Rannsóknadeild lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi rannsakar nú tildrög eldsins. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar um eldsvoðann þar í dag. Stokkseyrarmálið Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. Hún var stödd á „brunadeild“ á sjúkrahúsi þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali í dag. Húsið var vettvangur Stokkseyrarmálsins svonefnda þar sem manni var haldið nauðugum og honum misþyrmt fyrir fjórum árum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Andrea Kristín, sem á sér langa brotasögu en hefur sagst hafa snúið við blaðinu, búið í húsinu en ekki er fullljóst hvort að hún búi þar í augnablikinu. Íbúi í götunni sem Vísir talaði við staðfesti að hann „vissi ekki betur“ en að hún byggi þar enn. Þegar náðist í Andreu Kristínu upp úr hádegi í dag sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Hún staðfesti ekki að hún hefði verið í húsinu sem brann. Fram kom í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu að ein kona hafi verið í húsinu en hafi komist út af sjálfsdáðum. Hún hafi verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík.Andrea Kristín var um tíma nefnd slæma stelpa í fjölmiðlum. Hún hlaut þungan dóm vegna líkamsárásar árið 2011.Vísir/StefánAldargamalt húsEinbýlishúsið sem brann á Stokkseyri í morgun var rúmlega aldargamalt. Það kom meðal annars við sögu þegar ofbeldismenn héldu manni þar nauðugum og misþyrmdum honum í húsinu. Elstu hlutar hússins eru frá árinu 1910, að sögn Sverrirs Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Þó að húsið standi ennþá segir hann að það sé allt brunnið að innan. Samkvæmt heimildum Vísis var húsið, sem stendur við Heiðarbrún á Stokkseyri, vettvangur hrottalegra líkamsmeiðinga í Stokkseyrarmálinu svonefnda í júlí 2013. Mbl.is sagði fyrst frá því fyrr í dag. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn voru meðal annars dæmdir í sex ára fangelsi vegna málsins í febrúar árið 2014. Rannsóknadeild lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi rannsakar nú tildrög eldsins. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar um eldsvoðann þar í dag.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira