Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2017 19:00 Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri. „Mér líður mjög vel enda hef ég unnið fjóra bardaga í röð. Ég er tilbúinn og þetta er tækifæri sem ég hef beðið eftir. Gunnar er góður og sterkur. Ég vil keppa við þá bestu í heiminum og ég er besti bardagamaður heims. Nú er ég að keppa á þeim styrkleikaflokki þar sem ég á heima,“ sagði Argentínumaðurinn borubrattur. Argentínumaðurinn hefur mikla trú á sjálfum sér og efast ekki um að hann muni vinna Gunnar. „Ég er hundrað prósent viss um að ég geti unnið. Ég reyni alltaf að rota andstæðinginn en ef ég vinn á dómaraúrskurði þá er það allt í lagi. Ég fer alltaf í stríð,“ segir Ponzinibbio og bætir við að hann sé í formi til þess að fara í fimm lotu bardaga. „Ég hef æft gríðarlega vel. Ég er heilbrigður íþróttamaður í góðu formi. Ég er tilbúinn sama hvort það séu fimm eða tíu lotur.“ Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. Útsending frá bardagakvöldinu hefst klukkan 19.00. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og svo má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone, Símanum og á Oz.is. MMA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri. „Mér líður mjög vel enda hef ég unnið fjóra bardaga í röð. Ég er tilbúinn og þetta er tækifæri sem ég hef beðið eftir. Gunnar er góður og sterkur. Ég vil keppa við þá bestu í heiminum og ég er besti bardagamaður heims. Nú er ég að keppa á þeim styrkleikaflokki þar sem ég á heima,“ sagði Argentínumaðurinn borubrattur. Argentínumaðurinn hefur mikla trú á sjálfum sér og efast ekki um að hann muni vinna Gunnar. „Ég er hundrað prósent viss um að ég geti unnið. Ég reyni alltaf að rota andstæðinginn en ef ég vinn á dómaraúrskurði þá er það allt í lagi. Ég fer alltaf í stríð,“ segir Ponzinibbio og bætir við að hann sé í formi til þess að fara í fimm lotu bardaga. „Ég hef æft gríðarlega vel. Ég er heilbrigður íþróttamaður í góðu formi. Ég er tilbúinn sama hvort það séu fimm eða tíu lotur.“ Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. Útsending frá bardagakvöldinu hefst klukkan 19.00. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og svo má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone, Símanum og á Oz.is.
MMA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira