Eftir bardagann kvartaði Gunnar yfir því að Argentínumaðurinn hefði potað í augað á sér.
„Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma. Eftir það sá ég tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var. Ég er mjög fúll út í sjálfan mig að hafa ekki stoppað þarna. Ég varð gráðugur því mér fannst ég vera með hann,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir bardagann.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að Gunnar hefur ýmislegt til síns máls en ekki verður betur séð en Ponzinibbio poti í bæði augun á Gunnari.
