Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 13:45 Hjónin Margrét og Haukur ásamt börnum sínum Kristófer Geir, Helgu Margréti og Braga Páli. Kristófer Geir er klæddur í treyju Önnu Bjarkar frá leiknum gegn Þjóðverjum á EM fyrir fjórum árum. Vísir/Vilhelm Hjónin Margrét Geirsdóttir og Haukur Bragason eru svo sannarlega klár í slaginn fyrir EM 2017 og börn þeirra þrjú sömuleiðis. Fimm manna fjölskyldan var öll komin í íslensku landsliðstreyjurnar þegar hún flaug utan til Amsterdam í morgun en þau eiga sinn uppáhaldsleikmann í liðinu. „Við erum Team Kristjánsdóttir,“ segir Margrét, föðursystir Önnu Bjarkar, í samtali við Vísi. Sjúkraþjálfarinn og miðvörðurinn Anna Björk er þeirra kona. Margrét segir stuðningssveit Önnu Bjarkar telja 15-20 manns. Mörg, þar á meðal foreldrarnir komu til Hollands í gær, og svo voru þau fimm komin í dag. „Á meðan riðlakeppnin er í gangi verðum við í nokkrum sumarhúsum við Aalst, um klukkutíma suður af Amsterdam,“ segir Margrét. En hvað með framhaldið? „Ég verð áfram. Við gerum ráð fyrir að þær komist áfram.“ Foreldrar Önnu Bjarkar eru enn bjartsýnni. „Þau eru búin að kaupa sér miða á úrslitaleikinn,“ segir Margrét en stuðningurinn er öllu meiri en þegar Anna Björk var í hópnum á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Þá hafi ekki margir komist út til að fylgja henni en nú sé tíðin önnur.Að neðan má sjá þegar íþróttadeild fékk að skyggnast á bak við tjöldin hjá stelpunum okkar með Dagnýju Brynjarsdóttur. Veðrið á Íslandi í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Margrét fann strax ylinn á flugvellinum í dag þar sem hún beið eftir töskunum. Veðrið er öllu betra hér í Hollandi en á klakanum. „Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin.“ Margrét segir fjölskylduna aldrei hafa verið í vafa um að fara út þegar liðið tryggði sér sæti á EM. Búið sé að fjárfesta í búningum fyrir alla og svo skiptast systkinin á að klæðast búningi Önnu Bjarkar frá EM 2013. „Við verðum hérna úti í þrjár vikur en tökum svo úrslitaleikinn heima. Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Hjónin Margrét Geirsdóttir og Haukur Bragason eru svo sannarlega klár í slaginn fyrir EM 2017 og börn þeirra þrjú sömuleiðis. Fimm manna fjölskyldan var öll komin í íslensku landsliðstreyjurnar þegar hún flaug utan til Amsterdam í morgun en þau eiga sinn uppáhaldsleikmann í liðinu. „Við erum Team Kristjánsdóttir,“ segir Margrét, föðursystir Önnu Bjarkar, í samtali við Vísi. Sjúkraþjálfarinn og miðvörðurinn Anna Björk er þeirra kona. Margrét segir stuðningssveit Önnu Bjarkar telja 15-20 manns. Mörg, þar á meðal foreldrarnir komu til Hollands í gær, og svo voru þau fimm komin í dag. „Á meðan riðlakeppnin er í gangi verðum við í nokkrum sumarhúsum við Aalst, um klukkutíma suður af Amsterdam,“ segir Margrét. En hvað með framhaldið? „Ég verð áfram. Við gerum ráð fyrir að þær komist áfram.“ Foreldrar Önnu Bjarkar eru enn bjartsýnni. „Þau eru búin að kaupa sér miða á úrslitaleikinn,“ segir Margrét en stuðningurinn er öllu meiri en þegar Anna Björk var í hópnum á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Þá hafi ekki margir komist út til að fylgja henni en nú sé tíðin önnur.Að neðan má sjá þegar íþróttadeild fékk að skyggnast á bak við tjöldin hjá stelpunum okkar með Dagnýju Brynjarsdóttur. Veðrið á Íslandi í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Margrét fann strax ylinn á flugvellinum í dag þar sem hún beið eftir töskunum. Veðrið er öllu betra hér í Hollandi en á klakanum. „Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin.“ Margrét segir fjölskylduna aldrei hafa verið í vafa um að fara út þegar liðið tryggði sér sæti á EM. Búið sé að fjárfesta í búningum fyrir alla og svo skiptast systkinin á að klæðast búningi Önnu Bjarkar frá EM 2013. „Við verðum hérna úti í þrjár vikur en tökum svo úrslitaleikinn heima. Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu