Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 13:45 Hjónin Margrét og Haukur ásamt börnum sínum Kristófer Geir, Helgu Margréti og Braga Páli. Kristófer Geir er klæddur í treyju Önnu Bjarkar frá leiknum gegn Þjóðverjum á EM fyrir fjórum árum. Vísir/Vilhelm Hjónin Margrét Geirsdóttir og Haukur Bragason eru svo sannarlega klár í slaginn fyrir EM 2017 og börn þeirra þrjú sömuleiðis. Fimm manna fjölskyldan var öll komin í íslensku landsliðstreyjurnar þegar hún flaug utan til Amsterdam í morgun en þau eiga sinn uppáhaldsleikmann í liðinu. „Við erum Team Kristjánsdóttir,“ segir Margrét, föðursystir Önnu Bjarkar, í samtali við Vísi. Sjúkraþjálfarinn og miðvörðurinn Anna Björk er þeirra kona. Margrét segir stuðningssveit Önnu Bjarkar telja 15-20 manns. Mörg, þar á meðal foreldrarnir komu til Hollands í gær, og svo voru þau fimm komin í dag. „Á meðan riðlakeppnin er í gangi verðum við í nokkrum sumarhúsum við Aalst, um klukkutíma suður af Amsterdam,“ segir Margrét. En hvað með framhaldið? „Ég verð áfram. Við gerum ráð fyrir að þær komist áfram.“ Foreldrar Önnu Bjarkar eru enn bjartsýnni. „Þau eru búin að kaupa sér miða á úrslitaleikinn,“ segir Margrét en stuðningurinn er öllu meiri en þegar Anna Björk var í hópnum á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Þá hafi ekki margir komist út til að fylgja henni en nú sé tíðin önnur.Að neðan má sjá þegar íþróttadeild fékk að skyggnast á bak við tjöldin hjá stelpunum okkar með Dagnýju Brynjarsdóttur. Veðrið á Íslandi í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Margrét fann strax ylinn á flugvellinum í dag þar sem hún beið eftir töskunum. Veðrið er öllu betra hér í Hollandi en á klakanum. „Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin.“ Margrét segir fjölskylduna aldrei hafa verið í vafa um að fara út þegar liðið tryggði sér sæti á EM. Búið sé að fjárfesta í búningum fyrir alla og svo skiptast systkinin á að klæðast búningi Önnu Bjarkar frá EM 2013. „Við verðum hérna úti í þrjár vikur en tökum svo úrslitaleikinn heima. Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hjónin Margrét Geirsdóttir og Haukur Bragason eru svo sannarlega klár í slaginn fyrir EM 2017 og börn þeirra þrjú sömuleiðis. Fimm manna fjölskyldan var öll komin í íslensku landsliðstreyjurnar þegar hún flaug utan til Amsterdam í morgun en þau eiga sinn uppáhaldsleikmann í liðinu. „Við erum Team Kristjánsdóttir,“ segir Margrét, föðursystir Önnu Bjarkar, í samtali við Vísi. Sjúkraþjálfarinn og miðvörðurinn Anna Björk er þeirra kona. Margrét segir stuðningssveit Önnu Bjarkar telja 15-20 manns. Mörg, þar á meðal foreldrarnir komu til Hollands í gær, og svo voru þau fimm komin í dag. „Á meðan riðlakeppnin er í gangi verðum við í nokkrum sumarhúsum við Aalst, um klukkutíma suður af Amsterdam,“ segir Margrét. En hvað með framhaldið? „Ég verð áfram. Við gerum ráð fyrir að þær komist áfram.“ Foreldrar Önnu Bjarkar eru enn bjartsýnni. „Þau eru búin að kaupa sér miða á úrslitaleikinn,“ segir Margrét en stuðningurinn er öllu meiri en þegar Anna Björk var í hópnum á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Þá hafi ekki margir komist út til að fylgja henni en nú sé tíðin önnur.Að neðan má sjá þegar íþróttadeild fékk að skyggnast á bak við tjöldin hjá stelpunum okkar með Dagnýju Brynjarsdóttur. Veðrið á Íslandi í sumar hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Margrét fann strax ylinn á flugvellinum í dag þar sem hún beið eftir töskunum. Veðrið er öllu betra hér í Hollandi en á klakanum. „Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin.“ Margrét segir fjölskylduna aldrei hafa verið í vafa um að fara út þegar liðið tryggði sér sæti á EM. Búið sé að fjárfesta í búningum fyrir alla og svo skiptast systkinin á að klæðast búningi Önnu Bjarkar frá EM 2013. „Við verðum hérna úti í þrjár vikur en tökum svo úrslitaleikinn heima. Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti