Annað tækifæri til að heilla Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Íslensku stelpurnar ætla að standa þétt saman í fyrsta leiknum sínum á EM í dag eins og á æfingunni á Konunglega vellinum í Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm Sagt er að enginn fái nema eina tilraun til að heilla við fyrstu kynni. Stelpurnar okkar fá þó annað tækifæri í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM 2017 í Hollandi en leikurinn fer fram á Koning Willem II-vellinum í Tilburg. Íslenska liðið var í sömu stöðu á EM 2009 í Finnlandi þegar það komst fyrst á stórmót. Þá var fyrsti mótherjinn líka Frakkland. Stelpurnar okkar voru fullar sjálfstrausts fyrir þann leik og þær skoruðu fyrsta markið sem reyndist einnig síðasta mark liðsins á mótinu og aðeins eitt af þremur sem stelpurnar hafa skorað í sjö leikjum í lokakeppni. Sjálfstraustið var meira spenna og gleði yfir að vera komnar á stórmót. Líklega voru þær ekki alveg tilbúnar. Átta árum síðar fá stelpurnar okkar fullkomið tækifæri til að ná í óvænt úrslit og sýna Evrópu að þær séu reiðubúnari í slaginn núna en þær voru þá. Reynslan er mikil í liðinu og undirbúningurinn hefur snúist mikið um andlegu hliðina.Brosmildar landsliðskonur á æfingu í gær.Vísir/VilhelmTrúa á sigur „Ég var 18 ára á fyrsta mótinu okkar 2009. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn á móti Frakklandi. Ég man bara að við spiluðum ekki vel,“ segir fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir en hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Sara er sú eina í hópnum sem hefur spilað alla leiki Íslands á EM. „Tilfinningarnar voru svo út um allt. Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn. Við lærðum samt mikið af mótinu. Við erum orðnar betri leikmenn og betra lið. Við erum reynslumiklar enda búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið núna og við erum orðnar miklu betri,“ segir Sara. Eins og fyrir átta árum eru stelpurnar fullar sjálfstrausts og hafa óbilandi trú á sjálfum sér. Og af hverju ekki? Liðið fór upp úr gríðarlega erfiðum riðli á EM 2013 fyrir fjórum árum og komst í átta liða úrslitin. Sjálfstraustið er ekkert annað en sjálfstraust núna og það skein úr augum Söru þegar franskur blaðamaður spurði hana hvort stelpurnar okkar tryðu því að þær gætu unnið Frakka. „Já, auðvitað. Þarftu einhver frekari svör? Þetta er einföld spurning. Maður getur alltaf unnið öll lið. Franska liðið er sigurstranglegra en við erum vel undirbúnar fyrir leikinn og mótið. Styrkur okkar er andlegi þátturinn og varnarleikurinn og viðhorfið. Ef allt þetta gengur upp þá getum við unnið þær,“ segir Sara Björk.Freyr Alexandersson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi í gær.Vísir/VilhelmFrábært varnarlið Franska liðið er eitt það besta í heimi í dag, númer þrjú á styrkleikalistanum og númer tvö í Evrópu. Á meðan íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að skora að undanförnu fékk Frakkland ekki mark á sig í undankeppninni og er ósigrað í ellefu leikjum á árinu. Markaskorun gæti orðið vandamál annað kvöld. „Það hefur samt ekki vantað upp á færin hjá okkur. Þær frönsku eru með frábært varnarlið. Við þurfum að nýta þau færi sem við fáum. Við erum búin að vinna eins vel í þeim málum og kostur er á. Leikmennirnir eru eins tilbúnir og þeir verða til að takast á við færin sem við fáum,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sem tilkynnti stelpunum byrjunarliðið klukkan 17.00 að staðartíma í gær. „Ég er handviss um að við stillum upp besta liðinu sem við getum mögulega sett. Það sem er búið að gerast er búið og þetta eru leikmennirnir sem ég valdi og hef úr að velja. Ég gæti ekki verið sáttari við undirbúninginn okkar. Við vitum allt um Frakkana þó þeir viti ekki allt um okkur. Við vitum hvernig við viljum spila leikinn,“ segir Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM KSÍ verður með útibú í Hollandi þar sem hægt er að sækja miða og fá frekari upplýsingar. 17. júlí 2017 14:15 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 „Við virðum íslenska liðið“ Þjálfari franska landsliðsins býst við mikilli baráttu í leiknum á móti Íslandi á morgun. 17. júlí 2017 15:49 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin, segir Margrét Geirsdóttir, föðursystir landsliðskonunnar. 17. júlí 2017 13:45 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Sagt er að enginn fái nema eina tilraun til að heilla við fyrstu kynni. Stelpurnar okkar fá þó annað tækifæri í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM 2017 í Hollandi en leikurinn fer fram á Koning Willem II-vellinum í Tilburg. Íslenska liðið var í sömu stöðu á EM 2009 í Finnlandi þegar það komst fyrst á stórmót. Þá var fyrsti mótherjinn líka Frakkland. Stelpurnar okkar voru fullar sjálfstrausts fyrir þann leik og þær skoruðu fyrsta markið sem reyndist einnig síðasta mark liðsins á mótinu og aðeins eitt af þremur sem stelpurnar hafa skorað í sjö leikjum í lokakeppni. Sjálfstraustið var meira spenna og gleði yfir að vera komnar á stórmót. Líklega voru þær ekki alveg tilbúnar. Átta árum síðar fá stelpurnar okkar fullkomið tækifæri til að ná í óvænt úrslit og sýna Evrópu að þær séu reiðubúnari í slaginn núna en þær voru þá. Reynslan er mikil í liðinu og undirbúningurinn hefur snúist mikið um andlegu hliðina.Brosmildar landsliðskonur á æfingu í gær.Vísir/VilhelmTrúa á sigur „Ég var 18 ára á fyrsta mótinu okkar 2009. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn á móti Frakklandi. Ég man bara að við spiluðum ekki vel,“ segir fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir en hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Sara er sú eina í hópnum sem hefur spilað alla leiki Íslands á EM. „Tilfinningarnar voru svo út um allt. Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn. Við lærðum samt mikið af mótinu. Við erum orðnar betri leikmenn og betra lið. Við erum reynslumiklar enda búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið núna og við erum orðnar miklu betri,“ segir Sara. Eins og fyrir átta árum eru stelpurnar fullar sjálfstrausts og hafa óbilandi trú á sjálfum sér. Og af hverju ekki? Liðið fór upp úr gríðarlega erfiðum riðli á EM 2013 fyrir fjórum árum og komst í átta liða úrslitin. Sjálfstraustið er ekkert annað en sjálfstraust núna og það skein úr augum Söru þegar franskur blaðamaður spurði hana hvort stelpurnar okkar tryðu því að þær gætu unnið Frakka. „Já, auðvitað. Þarftu einhver frekari svör? Þetta er einföld spurning. Maður getur alltaf unnið öll lið. Franska liðið er sigurstranglegra en við erum vel undirbúnar fyrir leikinn og mótið. Styrkur okkar er andlegi þátturinn og varnarleikurinn og viðhorfið. Ef allt þetta gengur upp þá getum við unnið þær,“ segir Sara Björk.Freyr Alexandersson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi í gær.Vísir/VilhelmFrábært varnarlið Franska liðið er eitt það besta í heimi í dag, númer þrjú á styrkleikalistanum og númer tvö í Evrópu. Á meðan íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að skora að undanförnu fékk Frakkland ekki mark á sig í undankeppninni og er ósigrað í ellefu leikjum á árinu. Markaskorun gæti orðið vandamál annað kvöld. „Það hefur samt ekki vantað upp á færin hjá okkur. Þær frönsku eru með frábært varnarlið. Við þurfum að nýta þau færi sem við fáum. Við erum búin að vinna eins vel í þeim málum og kostur er á. Leikmennirnir eru eins tilbúnir og þeir verða til að takast á við færin sem við fáum,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sem tilkynnti stelpunum byrjunarliðið klukkan 17.00 að staðartíma í gær. „Ég er handviss um að við stillum upp besta liðinu sem við getum mögulega sett. Það sem er búið að gerast er búið og þetta eru leikmennirnir sem ég valdi og hef úr að velja. Ég gæti ekki verið sáttari við undirbúninginn okkar. Við vitum allt um Frakkana þó þeir viti ekki allt um okkur. Við vitum hvernig við viljum spila leikinn,“ segir Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM KSÍ verður með útibú í Hollandi þar sem hægt er að sækja miða og fá frekari upplýsingar. 17. júlí 2017 14:15 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 „Við virðum íslenska liðið“ Þjálfari franska landsliðsins býst við mikilli baráttu í leiknum á móti Íslandi á morgun. 17. júlí 2017 15:49 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin, segir Margrét Geirsdóttir, föðursystir landsliðskonunnar. 17. júlí 2017 13:45 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51
Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM KSÍ verður með útibú í Hollandi þar sem hægt er að sækja miða og fá frekari upplýsingar. 17. júlí 2017 14:15
Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15
„Við virðum íslenska liðið“ Þjálfari franska landsliðsins býst við mikilli baráttu í leiknum á móti Íslandi á morgun. 17. júlí 2017 15:49
Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47
Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12
Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin, segir Margrét Geirsdóttir, föðursystir landsliðskonunnar. 17. júlí 2017 13:45
Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti