Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 14:00 Dagný Brynjarsdóttir (fyrir miðju) mætir á æfingu landsliðsins í morgun, í hörkuformi eins og flestar stelpurnar í landsliðinu. Vísir/Vilhelm Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00