Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 14:00 Dagný Brynjarsdóttir (fyrir miðju) mætir á æfingu landsliðsins í morgun, í hörkuformi eins og flestar stelpurnar í landsliðinu. Vísir/Vilhelm Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00