Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 14:00 Dagný Brynjarsdóttir (fyrir miðju) mætir á æfingu landsliðsins í morgun, í hörkuformi eins og flestar stelpurnar í landsliðinu. Vísir/Vilhelm Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Málfríður Erna Sigurðardóttir, aldursforseti íslenska liðsins, fylgdist með leiknum gegn Frökkum af bekknum í gær. 23 leikmenn eru í íslenska hópnum svo varamenn eru alls tólf. Ljóst er að ekki allir munu fá að spila mínútu á EM í Hollandi. Óhætt er að segja að stelpurnar standi saman allar sem ein sem sást hvað best þegar ítalski dómarinn flautaði til hálfleiks í gær. Varamennirnir spruttu á fætur og tóku fagnandi og peppandi á móti stelpunum á leið til búningsklefa. Málfríður Erna á æfingu landsliðsins í morgun.Vísir/Vilhelm Púlsinn í 200 „Við erum allar í þessu, eitt lið og verðum að peppa þær sem eru inni á þessa stundina. Við stóðum okkur vel í því og stelpurnar stóðu sig frábærlega,“ segir Málfríður. Spennan á bekknum var mikil. „Púlsinn var örugglega í 200 allan leikinn. Þetta var eins og maður væri sjálfur inni á að spila,“ segir Málfríður. Vonbrigðin í lokin voru þó mikil. „Þetta var ömurlegt og maður fannst við rændar af stiginu. Miðað við hvar dómarinn var búinn að setja línuna var fáránlegt að dæma á þetta.“ Steinar Jóhannesson tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld þegar Harpa var búin með ansi mörg viðtöl.Vísir/Vilhelm „Mamman“ Dagný Eins og Vísir greindi frá í gær var fjallað um nýbökuðu þriggja barna móðurina Dagnýju Brynjarsdóttur á heimasíðu UEFA í gær. Var þar líklega verið að rugla saman þeim Hörpu Þorsteinsdóttur, sem nýlega eignaðist son, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, sem er þriggja barna móðir. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum í gær fyrir leikinn,“ segir Málfríður. Dagný hafi tekið þessu mjög vel og ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi.“ Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik.vísir/AFP Þjálfaði Mettu á sumarnámskeiðum Málfríður Erna deilir herbergi með Elínu Mettu Jensen. Elín Metta kom inn á sem varamaður seint í leiknum og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar. Stelpurnar stóðu vel við bakið á Elínu og er Málfríður engin undantekning. „Ég tók hana bara og peppaði. Við erum allar saman í þessu og þetta er aldrei henni að kenna. Við erum lið og þetta lenti á henni í dag sem er ömurlegt. Ég peppaði hana bara vel í svefni í nótt,“ segir Málfríður og hlær. Þær þekkjast vel og ná vel saman þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. „Já, við náum mjög vel saman. Höfum þekkst svo lengi. Þegar ég var með sumarnámskeiðin í gamla daga þá var hún barnið mitt á sumarnámskeiðunum. Ég er búin að ala hana upp smá, alla tíð.“ Fjalar Þorgeirsson, eiginmaður Málfríðar, mætti til Hollands í gær ásamt börnum þeirra hjóna.„Það var mjög gaman, ég sá þau smá. Maður fékk ekekrt að fara þarna yfir (í þann enda stúkunnar) en maður vinkaði þeim uppi í stúku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00