Nicole Kidman á forsíðu Glamour Ritstjórn skrifar 20. júlí 2017 08:30 Myndir/Tiago Banderaa Sameiginlegt júlí og ágúst tölublað Glamour er komið út og það er engin önnur en stór stjarnan, ástralska leikkonan Nicole Kidman sem pýðir forsíðuna. Kidman hefur átt svakalegt ár þar sem hún hefur leikið í tveimur myndum sem og hefur fammistaðan hennar í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies, sem sýndir voru á Stöð 2 í vor, fengið mikið lof en hún hlaut einmitt Emmy tilnefningu fyrir það á dögunum. Kidman prýðir forsíðuna ásamt því að vera í viðtali í Glamour þar sem hún talar um konur í Hollywood, móðurhlutverkið og mikilvægi þess að konur standi saman. „Við Reese (innskot blaðamanns. Witherspoon sem einnig leikur og er einn framleiðandi Big Little Lies) vorum báðar frústreraðar yfir að vera ekki boðið hlutverk sem voru svona djúp og margbreytileg, svo við þurftum að búa til okkar eigin tækifæri. Og þannig gátum við gefið vinum okkar tækifæri líka – þetta var í raun einn stór kvennaklúbbur!,“ segir Kidman meðal annars í viðtalinu. Þá talar hún einnig um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lion sem kom út fyrr á árinu en sjálf á hún tvö ættleidd börn með leikaranum Tom Cruise. „Augljóslega eigum við Sue (karakterinn sem hún leikur í Lion) svipaða sögu og sagan sjálf var svo hrein og hrífandi og sannfærandi. En ég elska að þegar allt kemur til alls fjallar hún um kraft móðurinnar, og mæðra. Þegar horft er til goðsagna þá er það góð sagnahefð: eitthvað sem hefur gerst í alvörunni. Ég held að það geri útslagið.“Ásamt viðtalinu við Kidman er móðurhlutverkið rauður þráður í efnistökum blaðsins þar sem þessu margslungna hlutverki er gerð skil í sérstökum kafla í blaðinu. Tískan, trendin, snyrtivörurnar, heimili og hönnun eru á sínum stað í glæsilegu tölublaði sem enginn má láta framhjá sér.Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér. Mest lesið Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í New York með hvelli Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Passa sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Gerir nýja útgáfu af Trump derhúfunum Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Airbnb býður upp á sérstakar tísku ferðir Glamour
Sameiginlegt júlí og ágúst tölublað Glamour er komið út og það er engin önnur en stór stjarnan, ástralska leikkonan Nicole Kidman sem pýðir forsíðuna. Kidman hefur átt svakalegt ár þar sem hún hefur leikið í tveimur myndum sem og hefur fammistaðan hennar í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies, sem sýndir voru á Stöð 2 í vor, fengið mikið lof en hún hlaut einmitt Emmy tilnefningu fyrir það á dögunum. Kidman prýðir forsíðuna ásamt því að vera í viðtali í Glamour þar sem hún talar um konur í Hollywood, móðurhlutverkið og mikilvægi þess að konur standi saman. „Við Reese (innskot blaðamanns. Witherspoon sem einnig leikur og er einn framleiðandi Big Little Lies) vorum báðar frústreraðar yfir að vera ekki boðið hlutverk sem voru svona djúp og margbreytileg, svo við þurftum að búa til okkar eigin tækifæri. Og þannig gátum við gefið vinum okkar tækifæri líka – þetta var í raun einn stór kvennaklúbbur!,“ segir Kidman meðal annars í viðtalinu. Þá talar hún einnig um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lion sem kom út fyrr á árinu en sjálf á hún tvö ættleidd börn með leikaranum Tom Cruise. „Augljóslega eigum við Sue (karakterinn sem hún leikur í Lion) svipaða sögu og sagan sjálf var svo hrein og hrífandi og sannfærandi. En ég elska að þegar allt kemur til alls fjallar hún um kraft móðurinnar, og mæðra. Þegar horft er til goðsagna þá er það góð sagnahefð: eitthvað sem hefur gerst í alvörunni. Ég held að það geri útslagið.“Ásamt viðtalinu við Kidman er móðurhlutverkið rauður þráður í efnistökum blaðsins þar sem þessu margslungna hlutverki er gerð skil í sérstökum kafla í blaðinu. Tískan, trendin, snyrtivörurnar, heimili og hönnun eru á sínum stað í glæsilegu tölublaði sem enginn má láta framhjá sér.Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér.
Mest lesið Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í New York með hvelli Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Passa sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Gerir nýja útgáfu af Trump derhúfunum Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Airbnb býður upp á sérstakar tísku ferðir Glamour