Google "Facebook-væðir“ viðmót sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 23:57 Google ætlar að taka Facebook sér til fyrirmyndar og mun bæta fréttaveitu við viðmót sitt. Google Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google. Google Tækni Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google.
Google Tækni Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira