Íslendingar flýja regnið Sæunn Gísladóttir skrifar 1. júlí 2017 06:00 Íslendingar fara helst til Tenerife þegar skúrir eru hér á landi. vísir/epa „Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira