Seðlabankastjóri segir peningamálastefnuna gagnast vel í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 14:56 Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson. Íslenska krónan Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson.
Íslenska krónan Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent