Fyrrverandi stjórnarmeðlimir Blindrafélagsins dæmdir fyrir meiðyrði Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 3. júlí 2017 14:02 Bergvin Oddsson var sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask. Hann fór með málið fyrir dómstóla og krafðist þess að ummælin yrðu merkt dauð og ómerk. vísir/stefán Meðlimir í stjórn Blindrafélagsins, á árunum 2015-2016, hafa verið dæmdir til að greiða fyrrverandi formanni stjórnarinnar, Bergvini Oddssyni, miskabætur að upphæð 900 þúsund krónur ásamt vöxtum, fyrir hluta ummæla sem birtust á heimasíðu félagsins blind.is í september 2015. Bergvin var þar sakaður um að hafa „vélað ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengd.“ Þeim var einnig gert að greiða málskostnað. Stjórnarmeðlimir voru þá sýknaður af kröfu um miskabætur um seinni hluta ummælanna sem sökuðu Björgvin um að misnota vald sitt og brjóta á trausti félagsmannsins. Hann hafi þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Neitað um andmælarétt Bergvin kærði þessi ummæli stjórnarinnar og sakaði þau um ærumeiðandi orð í sinn garð. Hann taldi ummælin eiga sér enga stoð í raunveruleikanum enda hafi félagsmaðurinn sem um ræðir verið lögráða, sjálfráða og fjárráða þegar hann hafi ákveðið að stofna til fyrirtækisins af fúsum og frjálsum vilja ásamt Bergvini og föður hans. Móðir félagsmannsins hafi einnig vottað skjöl á umboðum. Bergvin taldi að stjórnin hafi aðeins viljað koma höggi á sig og jafnframt neitað honum andmælaréttar í málinu. Meðlimir stjórnarinnar báru það fyrir sig að ummælin hafi ekki verið sett fram sem sjálfstæð yfirlýsing. Um ákvörðun hafi verið að ræða til að útskýra málsatvik fyrir félagsmönnum. Ekki sé hægt að krefjast þess að ákvörðun sé gerð ómerk án þess að ákvörðunin sé talin ólögmæt.Fóru offari Sannleiksnefnd, skipuð utanaðkomandi aðilum, var sett á laggirnar í kjölfar yfirlýsingar stjórnarinnar, til að fara yfir málið og meta gögn sem ollu því að Bergvini var vísað úr stjórninni. Niðurstaða Sannleiksnefndarinnar var sú að stjórn Blindrafélagsins hefði farið offari með framgöngu sinni. Þá hafi Bergvini og félagsmanninum ekki verið skylt að upplýsa stjórnina um viðskiptasamning sín á milli. Einnig segir að tilkynning sem birtist inn á síðu blind.is og sakaði Bergvin um trúnaðarbrot í starfi hafi verið orðuð harkalega. „Svo virtist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa stefnanda almennilegt tækifæri til þess að útskýra sína hlið eða að undirbúa sig fyrir fundinn 22. september 2015,“ segir í tilvitnun dómsins í skýrslu nefndarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum. 9. febrúar 2016 15:24 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Meðlimir í stjórn Blindrafélagsins, á árunum 2015-2016, hafa verið dæmdir til að greiða fyrrverandi formanni stjórnarinnar, Bergvini Oddssyni, miskabætur að upphæð 900 þúsund krónur ásamt vöxtum, fyrir hluta ummæla sem birtust á heimasíðu félagsins blind.is í september 2015. Bergvin var þar sakaður um að hafa „vélað ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengd.“ Þeim var einnig gert að greiða málskostnað. Stjórnarmeðlimir voru þá sýknaður af kröfu um miskabætur um seinni hluta ummælanna sem sökuðu Björgvin um að misnota vald sitt og brjóta á trausti félagsmannsins. Hann hafi þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.Neitað um andmælarétt Bergvin kærði þessi ummæli stjórnarinnar og sakaði þau um ærumeiðandi orð í sinn garð. Hann taldi ummælin eiga sér enga stoð í raunveruleikanum enda hafi félagsmaðurinn sem um ræðir verið lögráða, sjálfráða og fjárráða þegar hann hafi ákveðið að stofna til fyrirtækisins af fúsum og frjálsum vilja ásamt Bergvini og föður hans. Móðir félagsmannsins hafi einnig vottað skjöl á umboðum. Bergvin taldi að stjórnin hafi aðeins viljað koma höggi á sig og jafnframt neitað honum andmælaréttar í málinu. Meðlimir stjórnarinnar báru það fyrir sig að ummælin hafi ekki verið sett fram sem sjálfstæð yfirlýsing. Um ákvörðun hafi verið að ræða til að útskýra málsatvik fyrir félagsmönnum. Ekki sé hægt að krefjast þess að ákvörðun sé gerð ómerk án þess að ákvörðunin sé talin ólögmæt.Fóru offari Sannleiksnefnd, skipuð utanaðkomandi aðilum, var sett á laggirnar í kjölfar yfirlýsingar stjórnarinnar, til að fara yfir málið og meta gögn sem ollu því að Bergvini var vísað úr stjórninni. Niðurstaða Sannleiksnefndarinnar var sú að stjórn Blindrafélagsins hefði farið offari með framgöngu sinni. Þá hafi Bergvini og félagsmanninum ekki verið skylt að upplýsa stjórnina um viðskiptasamning sín á milli. Einnig segir að tilkynning sem birtist inn á síðu blind.is og sakaði Bergvin um trúnaðarbrot í starfi hafi verið orðuð harkalega. „Svo virtist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa stefnanda almennilegt tækifæri til þess að útskýra sína hlið eða að undirbúa sig fyrir fundinn 22. september 2015,“ segir í tilvitnun dómsins í skýrslu nefndarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum. 9. febrúar 2016 15:24 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44
Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sannleiksnefnd Blindrafélagsins hefur skilað af sér skýrslu um aðdraganda og ástæður þess að stjórn félagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, þáverandi formann félagsins, í september síðastliðnum. 9. febrúar 2016 15:24