Formúla 1

Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Vettel.
Sebastian Vettel. Vísir/Getty
Þjóðverjanum Sebastian Vettel verður ekki refsað aukalega af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu, FIA, vegna árekstur hans og Lewis Hamilton í Aserbaísjan fyrir rúmri viku síðan.

Vettel virtist óánægður með ökulag Hamilton þegar öryggisbíll var á brautinni og ók utan í bíl Bretans.

Dómarar keppninnar gáfu Vettel tíu sekúndna víti á þjónustusvæðinu en FIA tók málið sérstaklega fyrir á fundi í dag. Ákveðið var að refsa Vettel ekki frekar.

Þrátt fyrir refsinguna náði Vettel að vera á undan Hamilton í mark þar sem að Bretinn þurfti sjálfur að fara inn á þjónustusvæði til að lagfæra höfuðvörn bifreiðarinnar.

Fram kom í tilkynningu frá FIA að Vettel hafði beðist innilegrar afsökunar á framferði sínu. Vettel er efstur í stigakeppni ökuþóra með 153 stig en Hamilton kemur næstu rmeð 139 stig.


Tengdar fréttir

Myndband: Sjáðu árekstur Hamilton og Vettel

Upp úr sauð í heimsmeisarakeppni ökumanna í Formúlu 1 í kappaksrinum í Bakú. Sebastian Vettel keyrði aftan á Lewis Hamilton fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel fannst á sér brotið og keyrði upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Sjáðu atvikið í spilara í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×