Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2017 06:28 Frá tilraunaskoti Norður-Kóreu í maí síðastliðnum. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa skotið á loft eldflaug sem lenti í Japanshafi. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar er tilraunaskotið það best heppnaða til þessa. Þá segja yfirvöld Norður-Kóreu að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM). Smáatriði í kringum skotið eru enn nokkuð á huldu en eldflauginni, sem talið er að gæti náð til Alaska í Bandaríkjunum, var skotið á loft frá Norður-Phyongan-héraði í vesturhluta Norður-Kóreu. Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. Talið er að hún hafi lent í Japanshafi. Yfirvöld Norður-Kóreu segja að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM) en áður hafði verið talið að eldflaugin væri miðdræg. Flauginni var skotið á loft um 9:40 að staðartíma eða 00:40 að íslenskum tíma. Þá vekur dagsetning skotsins athygli en í dag, 4. júlí, er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Skotið er númer ellefu í hrinu tilraunaskota frá Norður-Kóreu á þessu ári en ríkið hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim.Fréttin hefur verið uppfærð. Norður-Kórea Tengdar fréttir THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa skotið á loft eldflaug sem lenti í Japanshafi. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar er tilraunaskotið það best heppnaða til þessa. Þá segja yfirvöld Norður-Kóreu að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM). Smáatriði í kringum skotið eru enn nokkuð á huldu en eldflauginni, sem talið er að gæti náð til Alaska í Bandaríkjunum, var skotið á loft frá Norður-Phyongan-héraði í vesturhluta Norður-Kóreu. Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. Talið er að hún hafi lent í Japanshafi. Yfirvöld Norður-Kóreu segja að um hafi verið að ræða fyrsta tilraunaskot sitt á langdrægri eldflaug (ICBM) en áður hafði verið talið að eldflaugin væri miðdræg. Flauginni var skotið á loft um 9:40 að staðartíma eða 00:40 að íslenskum tíma. Þá vekur dagsetning skotsins athygli en í dag, 4. júlí, er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Skotið er númer ellefu í hrinu tilraunaskota frá Norður-Kóreu á þessu ári en ríkið hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim.Fréttin hefur verið uppfærð.
Norður-Kórea Tengdar fréttir THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09
Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55
Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49
Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52