Framkvæmdastjóri Fox Sports rekinn Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2017 09:46 Jamie Horowitz. Vísir/AFP Jamie Horowitz, framkvæmdastjóri Fox Sports, hefur verið látinn taka poka sinn. Engar ástæður hafa verið gefnar um ástæður uppsagnarinnar en í tölvupósti til starfsmanna lagði Eric Shanks, forstjóri Fox Sports, áherslu á að starfsmenn hagi sér fagmannlega á vinnustaðnum. Fox Sports rekur nokkrar sjónvarpsstöðvar sem sýna frá íþróttaviðburðum, en fyritækið heyrir undir fjölmiðlarisann 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch. Fréttir hafa að undanförnu verið sagðar af ásökunum um kynferðislegt áreiti innan Fox Sports. Lögfræðingur Horowitz segir að framkoma Fox Sports í garð skjólstæðings síns sé fyrir neðan allar hellur og að starfshættir hans hafi verið til fyrirmyndar. Lögfræðingur Fox segir hins vegar að uppsögnin hafi verið réttlætanleg og að lögmaður Horowitz sé ekki með staðreyndirnar á hreinu. Síðasta sumar lét Roger Ailes, framkvæmdastjóri Fox News til margra ára, af störfum eftir að fjöldi samstarfskvenna sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Þá var þáttastjórnandinn Bill O'Reilly látinn fara frá Fox News vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt samstarfskonu sína. O’Reilly hafnaði þeim ásökunum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jamie Horowitz, framkvæmdastjóri Fox Sports, hefur verið látinn taka poka sinn. Engar ástæður hafa verið gefnar um ástæður uppsagnarinnar en í tölvupósti til starfsmanna lagði Eric Shanks, forstjóri Fox Sports, áherslu á að starfsmenn hagi sér fagmannlega á vinnustaðnum. Fox Sports rekur nokkrar sjónvarpsstöðvar sem sýna frá íþróttaviðburðum, en fyritækið heyrir undir fjölmiðlarisann 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch. Fréttir hafa að undanförnu verið sagðar af ásökunum um kynferðislegt áreiti innan Fox Sports. Lögfræðingur Horowitz segir að framkoma Fox Sports í garð skjólstæðings síns sé fyrir neðan allar hellur og að starfshættir hans hafi verið til fyrirmyndar. Lögfræðingur Fox segir hins vegar að uppsögnin hafi verið réttlætanleg og að lögmaður Horowitz sé ekki með staðreyndirnar á hreinu. Síðasta sumar lét Roger Ailes, framkvæmdastjóri Fox News til margra ára, af störfum eftir að fjöldi samstarfskvenna sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Þá var þáttastjórnandinn Bill O'Reilly látinn fara frá Fox News vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt samstarfskonu sína. O’Reilly hafnaði þeim ásökunum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira