Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 19:04 Kris Kobach er innanríkisráðherra Kansas-ríkis og varaformaður kosninganefndar sem Trump kom á fót með tilskipun. Vísir/EPA Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela. Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela.
Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent