Viðskipti erlent

ESB og Japan ná saman um fríverslunarsamning

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, munu funda á morgun.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, munu funda á morgun. Vísir/AFP
Evrópusambandið og Japan hafa náð saman um fríverslunarsamning eftir um fjögurra ára samningaviðræður.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, munu funda á morgun þar sem þeir munu handsala samninginn.

Cecilia Malmström, viðskiptastjóri ESB, greindi frá því fyrr í dag að pólitískt samkomulag hafði náðst um samninginn.

Tímasetningin er mikilvæg en leiðtogafundur G20-ríkjanna fer fram í Hamborg um helgina þar sem búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni lýsa yfir óánægju með fríverslun og vilja sinn til að endursemja um áður gerða samninga.

Fulltrúar ESB og Japan hafa lagt áherslu á að samningurinn sýni fram á að þau hafni þeirri einangrunarhyggju sem Trump boðar.

Aðildarríki ESB flytja út vörur og þjónustu fyrir um 86 milljarða evra á ári, þrátt fyrir háa tolla. Í frétt AP kemur fram að japönsk stjórnvöld haf lagt áherslu á að ESB-ríkin fjarlægi tolla á bíla og bílavarahluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×