Viðskipti erlent

Microsoft segir upp þúsundum starfsmanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Byrjað var að senda uppsagnarbréf til þúsunda sölumanna Microsoft í dag.
Byrjað var að senda uppsagnarbréf til þúsunda sölumanna Microsoft í dag. Vísir/EPA
Hugbúnaðarrisinn Microsoft byrjaði að segja upp þúsundum sölumanna í dag. Fyrirtækið stefnir að því að selja áskriftir að hugbúnaði sem verður aðgengilegur í nettengdum tækjum.

Alls starfa 121.500 manns hjá Microsoft á heimsvísu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Washington-ríki í Bandaríkjunum en flestir þeirra sem missa vinnuna eru utan Bandaríkjanna samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar.

Fram að þessu hefur Microsoft einbeitt sér að því að selja leyfi fyrir hugbúnað sinn fyrir einstakar tölvur. Nú einbeitir það sér hins vegar að svonefndu tölvuskýi og vill selja áskriftir að hugbúnaðinum á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×