Hjóla 1300 km til styrktar krabbameinssjúkum börnum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 14:00 Liðin eru búin að vera undirbúa sig í allan vetur. Myndin er tekin úr síðustu æfingaferð hópsins þar sem hjólaðir voru 200 km. Team Rynkeby Ísland Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn. Íþróttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn.
Íþróttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira