Byggðir landsins ólíkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 09:45 „Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni,“ segir Hilda Jana. Mynd/Guðrún Hrönn Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“ Fjölmiðlar Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“
Fjölmiðlar Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira